Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Bréf




Í dag fékk frumburðurinn póst, sem gerist ekki oft. Bréfið var frá Skattinum.
Hmmmm...... hugsaði ég. Á nú að fara að heimta af honum skatt af hýrunni sem hann fær fyrir djobbið í Bónus. En hann er ekki orðinn 16, ekki fyrr en í júní.
Svo umslagið var opnað og hvað var nú þetta.........., já auðvita.
Árið sem þú fyllir16. árið ferð þú að borga skatt til samfélgsins
án þess að hafa neinn rétt so ever sem borgari því enn ertu skilgreint sem barn.

EN..... skatt skaltu borga og því var SKATTKORT í umslaginu.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home