Annir og gusugangur
Þessi föstudagur verður annasamur.
Er búin að lofa Ponsí minni að stytta buxurnar sem húna valdi sér í afmælisgjöf.Móðirin með smá fyrirhyggju að kaupa aðeins of stórt.
Aðeins að taka til og svona því von er á heiðurshjónunum að vestan í bóndadagsmat.
Boðið verður upp á þjóðlegt og gott íslenskt lambalæri.
Er búin að lofa Ponsí minni að stytta buxurnar sem húna valdi sér í afmælisgjöf.Móðirin með smá fyrirhyggju að kaupa aðeins of stórt.
Aðeins að taka til og svona því von er á heiðurshjónunum að vestan í bóndadagsmat.
Boðið verður upp á þjóðlegt og gott íslenskt lambalæri.
Svo náttúrulega að kenna, kenna,kenna.
Smá gusugangur:
Heyrði annars að það væri búið að stytta Mozart stykkið sem futt verður í bíóinu bráðlega þannig að leikarar fari með resetatífin. Undarlegt. Hljómar einhvernveginn ekki sannfærandi.
Það er víst of dýrt að leigja textavél. Ég meina annaðhvort er þetta almennilega gert eða menn sleppa því. Getur verið að það sé svo dýrt að leigja vélina frá Óperunni að Sinfó fari yfir á fjárhagsáætluninni bara við það? Hvernig ætluðu þeir sér þetta þá í upphafi. Verður maður ekki að reikna dæmið til enda.
Hrumpf!
6 Comments:
At 20/1/06 5:08 e.h., Hildigunnur said…
nei nei, það var alls ekki ástæðan. Málið er að í þessari óperu eru fullt af flottum aríum, samsöngsatriðum og kórum. Hins vegar möööörg löööööööng og huuundleiðinleg resitatíf (líklega eftir Sussmayer, ekki eftir Mozart sjálfan)
Það er ástæðan fyrir því að óperan er sjaldan á fjölunum.
Accompagnato resitatífin verða með en ekki hin. Þau verða hins vegar lesin upp svo áheyrendur missi ekki söguþráðinn.
At 20/1/06 5:27 e.h., Syngibjörg said…
Ókei, ókei.Veit að þetta er löng ópera og allt það en þegar ég heyrði þetta hljómaði það ekki sannfærandi.Getur vel verið að það virki svo bara fínt.Vonum það:O)
At 20/1/06 5:43 e.h., Hildigunnur said…
þetta er amk það sem Rumon sagði við okkur á æfingunni. Það er alveg staðreynd að resitatífin í þessari óperu eru löng og leiðinleg (ég á þetta á diski ;-)) og ef stjórnandinn hefði viljað hafa þau með hefðu þau verið með.
Það hefur bókað bara verið ágiskun að þeir tímdu ekki að leigja textavél.
At 21/1/06 11:21 f.h., Syngibjörg said…
Já þú veist hvernig fólk dregur ályktanir af því sem það heyrir en það gerði aðilinn sem sagði mér þetta. Svona er nú það.
Hvernig finnst þér þetta koma út?
At 23/1/06 1:31 e.h., Hildigunnur said…
nú bara veit ég ekki, við æfum ekkert með Sinfó fyrr en á miðvikudaginn. Blogga pottþétt eftir æfingu...
At 23/1/06 2:05 e.h., Syngibjörg said…
Bíð spennt...:O)
Skrifa ummæli
<< Home