Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Dýrmæti miðinn

Ég á miða sem ég get lánað þér, við pallastrákarnir fengum einn sem gengur á alla tónleikana.

Frábært.

Ekkert mál, ég skýst inn og læt þig hafa hann.

Keyri heim sæl og glöð. Veiiiiiii, kemst á tónleikana.
Tek til við að hlaða á mig nótnamöppu, kennslugögnum, poka og tösku.
Tilbúin að fara út í rokið. Rek augun í miðan góða og gríp hann.
Um leið og ég opna bílhurðina kemur þessi rosa hviða og miðinn góði fýkur út úr höndunum á mér.
Hendi öllum pinklunum frá mér og hendist á eftir honum.
Ég verð að ná honum, hugsa ég á meðan ég hleyp, get ekki launað góðmenskuna með kjánalegri afsökun um að miðinn hafi fokið út í buskann.
Ég fylgi honum með augunum þar sem hann dansar í rokinu.
Um leið og ég næ taki á honum hníg ég emjandi til jarðar.
Fóturinn. Fjandans fóturinn.
Eftir dágóða stund kemur nágranni minn í risinu. Hún hafði heyrt óhljóðin í mér í gegnum svefnherbergisgluggann.
Hún nær að vekja athygli heimilisfólksins á að húsmóðirin liggi stórslösuð út á plani.
Og hún tekur við stjórninni. Komið með dýnu til að setja undir hana, teppi og kodda svo hún frjósi ekki hér úr kulda. Já, og kallið á sjúkrabíl.

Síðan er liðið hálft ár.
Spelkan er orðinn minn besti vinur.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home