Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Frelsistilfinning

Var að fá póst frá Sterling flugfélaginu þar sem boðið er upp á skíðaferðir á spottprís.
Væri alveg til í að fara ef fóturinn væri ekki þessi djöfull sem ég þarf að draga.
Man skíðaferðir upp á dal heima á Ísafirði. Í hvaða veðri sem var fór maður og renndi sér allan daginn. Oft var manni skutlað uppeftir eftir skóla og svo renndi maður sér heim þegar lyftunni var lokað. Maður kom heim útitekinn og frískur og borðaði eins og hestur.

Síðan ég flutti hingað á mölina hef ég varla stigið á skíði. Held ég hafi farið 4 sinnum í Bláfjöll og er þó búin að eiga heima hér í bráðum 20 ár. Þetta er náttúrulega beeelun.
Eftir snjóflóðið er búið að færa skíðasvæðið á Ísafirði og stundum hefur maður ekki komist í brekkurnar um páskana vegna snjóleysis.
Það fylgir því einhver óútskýranleg frelsis tilfinning að renna sér niður brekku.

Akureyringar leysa snjóleysið með því að búa til snjó. Klárir.
Bláfjallamennirnir þyrftu að læra það.

2 Comments:

  • At 20/1/06 1:15 f.h., Blogger Herdís Anna said…

    Ohh skíði skíði skíði - best í heimi!

    Fór í frönsku alpana um daginn, það var bara geeeðveikt! Ætla að reyna að skella mér svo hér í nágrenni Salzburgar allavega einu sinni (vonandi oftar) áður en ég kem heim. Svo er það bara dalurinn heima um páskana :) Mmmm...

     
  • At 20/1/06 9:29 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já, við skulum vona að hann gefi snjó. Langar að fara með familíuna og renna mér í dalnum. Segi eins og þú, best í heimi.

     

Skrifa ummæli

<< Home