Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, janúar 27, 2006

Menningarblogg

Var alveg hrikalega menningarleg í gær.

Sá Mildi Títusar eftri afmælisbarn dagsins, Wolfgang Amadeus Mozart.
Keypti mé rauðvín í hléinu og gúffaði í mig Mozartkúlum sem voru í fínum skálum um allt.

Stjarna kvöldsins að mínu mati fyrir utan afmælisbarnið var
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.
Þessi litla og mjóa kona átti sviðið.
Söng allt utanbókar og af slíkri innlifun að unun var á að hlýða.

Hallveig Rúnars var glæsileg í bleika kjólnum sínum.
Björt röddin hljómaði fallega og hún söng aríuna sína af mikilli innlifun.

Og allir hinir voru flottir. Þetta var sérlega vel valinn hópur.

Kórinn góður.

Og menningarheitin héldu áfram því ég keypti Cd diska á spottprís
af 12 Tónum.
Sneðugt hjá þeim.

Og núna sit ég og hlusta á Elly Ameling syngja Fauré af stakri snilld.

Og í kvöld verður hlustað á Cosi van tutte með René Jacobs við stjórnvölin.

Hlakka til.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home