Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

FÍS

Og enn einn linkur kominn á síðuna.
Heimasíða Félags Íslenskra Söngkennara -F#-
Ýmislegt komið inn fyrir ykkur sem hafið áhuga á mannsröddinni.


Var annars áðan í prófi, jájá bara.
Var látin spila kadensur í hinum ýmsu tóntegundum, dim hljóma, sus hljóma og hálfminkaða ásamt dim með add nine.
Svo spelaði ég lög sem bara eru með uppgefnum hljómum og átti að sýna kunnáttu mína í að krydda með áðurnefndum hljómum.

Og gúrúinn okkar Gunni Gunn sat og glotti.

Hann var prófdórmari.

Var mjög stressuð.

Hélt að ég þyrfti ekki að taka próf í þessu.

Setti þetta inn sem val því mig vantar þetta í kennslunni á leikskólanum þar sem enginn les nótur og kennararnir raula lag fyrir mig og spyrja svo: getur þú ekki spilað þetta?


Var orðin leið á að svara: Uhhh, jú ég skal reyna.

Núna get ég sagt: EKKERT MÁL, eða þannig.

Sjáum hvað kemur svo útúr þessu prófi áður en farið er að hreykja sér.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home