Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 30, 2006

......og það er allt að verða viiiiitlaaaauuuuust

Þetta var nú meiri helgin.
Það sem gerðist á þessum tveimur dögum var aðeins of mikið af því góða.

Laugardagurinn var einhvernveginn svona í mjög stuttu máli:

Átti að vera á tveimur stöðum frá 10 - 13.
Fór kl. 11 að kenna.

Upptaka í Ými, ekki hægt að kenna

Senda alla heim og afboða næsta holl.

Snúa manninum við og láta sækja sig.


Símtal frá frekar æstri móður.
Barnið rekið út úr Ými.
Var rennandi blaut þegar hún var sótt eftri að hafa staðið dágóða stund í rigningunni.

Keyra manninn til að fá lanaðan bíl hjá tengdó.

Kaupa afmælisgjöf.
Keyra í afmæli.

Fara með snáðann til vinar.

Fara í búð og kaupa fyrir afmælisbakstur

Sækja í afmæli og sækja til vinar.

Koma heim og vera lyklalaus.

Sækja lykla til Hrundar.

Byrja að baka, taka til og lita á sér hárið.

Skila systkinin að með jöfnu millibili og sætta.


Fara í Júróvísjónstúdíóið með Ponsí og sjá Hrund syngja bakrödd og komast í úrslit.

Heim aftur og halda áfram að undirbúa afmæli.


Sunnudagur.

Morgunverðarboð.

8 sætar yngismeyjar mættu kl. 11 í náttfötum með tuskudýr.

Hamagangur á hóli til kl 14.

Vinir og vandamenn komu svo seinna um daginn.

Út í göngutúr.

Enduðum svo í æðislegum mat hjá Bjarna Braga og Rakel.

Það var góður endir á þessari annars kaótísku helgi.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home