Kynin
Er ennþá þreytt eftir þessa annasömu helgi.
Bakið og mjaðmirnar eitthvað að ambra og öklinn mjálmar í takt.
Horfi á þvottafjallið og langar eeeekki að takast á við það.
Dagurinn búinn að fara í foreldraviðtöl.
Hún flínk að skrifa, sauma og lesa.
Er ekki alveg að ná stærðfræðinni.
Skipulögð í vinnubrögðum
Iðin.
Hann flínkur í stærðfræði.
Nennir ekki að vanda sig og skrifa læsilega.
Óskipulagður.
Latur.
Hver sagði svo að kynin væru alveg eins????????
Jú, íslenskt skólakerfi.
Bakið og mjaðmirnar eitthvað að ambra og öklinn mjálmar í takt.
Horfi á þvottafjallið og langar eeeekki að takast á við það.
Dagurinn búinn að fara í foreldraviðtöl.
Hún flínk að skrifa, sauma og lesa.
Er ekki alveg að ná stærðfræðinni.
Skipulögð í vinnubrögðum
Iðin.
Hann flínkur í stærðfræði.
Nennir ekki að vanda sig og skrifa læsilega.
Óskipulagður.
Latur.
Hver sagði svo að kynin væru alveg eins????????
Jú, íslenskt skólakerfi.
3 Comments:
At 1/2/06 8:38 f.h., Þórhallur said…
Þetta er uppeldisfræðilegt og ómeðvitað hjá bæði foreldrum og starfsfólkki á leikskólum og svo framveigis. Strákar fæðast ekki með meiri stærðfræðigáfu en stelpur, þessu er bara ýtt að þeim.
At 2/2/06 9:33 f.h., Syngibjörg said…
Hef lengi átt í baráttu við skóla sonar míns.Þar ríkir sá háttur á að troða öllum í sama kassann. Þar er ekki einsklingsmiðað nám því viðhorf kennaranna til þess er að það er svona "fínt orð". Á meðan svo er gerist ekki neitt. Þeir halda áfram að troða nemendunum inn í sinn ramma óháð hvort það henti þeim eða ekki.Og í þeirra augum eru kynmin eins.
At 2/2/06 11:13 e.h., Hildigunnur said…
uss, Þórhallur, það er löngu búið að afsanna að kynin séu eins, heilinn virkar talsvert ólíkt. :-D
Reyndar finnst mér fínt ef það er verið að taka á þar sem skóinn kreppir (hvers vegna eiga strákar að komast upp með að krota bara einhvern veginn í bækurnar sínar og eiga stelpur að bara sleppa eðlisfræðinni ef þær ná henni ekki í fyrsta?)
Við hjónin erum bæði stærðfræðihausar og tæknifrík, ég bara skrifa engan veginn undir að við höfum ekki hvatt börnin okkar til að leika sér að stærðfræði. Sú elsta stendur sig afskaplega vel, sú í miðið heldur síður en hver er það sem leggst yfir stærðfræðiþrautir á blaði og netinu. Jú, strákurinn!
Skrifa ummæli
<< Home