Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Home alone

Núna er ég ein heima, það er föstudagur og klukkan að verða 6.
Það er langt síðan ég upplifði það.
Er að hugsa um hvernig ég eigi að nýta þennan tíma sem ég óvart fékk svona fyrir sjálfan mig.
Langar ekki að fara að brjóta saman þvott eða taka til.
Hugsa að ég kveiki á kertum setji ljúft á fóninn og opni hér rauðvínsflösku sem ég núna rek augun í. Hljómar það ekki bara kósí.

Í kvöld er ég búin að snapa mér heimsókn svo ég geti í fyrsta sinn horft á Idolið. Já ég hef bara aldrei séð þann þátt. En þar sem einn fyrrverandi nemandi minn og kórmeðlimur er komin í þetta úrtak þá get ég ekki annað en fylgst með. Hlakka bara til.

4 Comments:

  • At 3/2/06 7:58 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    rauðvínsflaska og kerti, ekki spurning. Öfund, öfund ;-)

     
  • At 3/2/06 10:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú verður náttúrulega að segja okkur hvaða keppandi er gamall kórfélagi hjá þér!

     
  • At 3/2/06 11:33 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Heyrðu það vill svo skemmtilega til að hún er alnafna þín, Guðrún Lára. En í þessari keppni notar hún nafnið Nana, don´t know whay!
    Og í kvöld komst hún áfram, sem var auðvita alveg frábært.
    Var hjá Halldísi og með okkur voru Snorri og Björg, þetta var samt ekki stjórnarfundur!

     
  • At 4/2/06 10:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, ég held að sjálfsögðu með henni nöfnu minni!!! Er samt voða fegin að þurfa ekki bara að kjósa hana út af nafninu ... hún stendur sig vel og hefur greinilega lært eitt og annað af þér!

     

Skrifa ummæli

<< Home