Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Vafstur

Eitthvað er Blogger skrítinn þessa dagana. Fæ bara gamlar færslur á bloggurum sem ég skoða. Þarf að ýta á refresh takkann til að sjá nýjustu færslurnar. Víiird.



"Fína" uppþvottavélin okkar er búin að vera biluð alla vikuna.
Og Hrund átti þessa viku.
Hún ferlega fúl því hún hefur þurft að þvo allt í höndum.
Jú, jú við 6 í heimili og heilmikið uppvask.
En get samt ekki vorkennt henni.
Þegar við vorum að alast upp systkinin skiptum við með okkur dögum í uppvaskinu.
Þá var engin uppþvottavél á Engjavegi 26.
Bara fínnt bursti og góð sápa.
Vélin kom þegar við vorum öll flutt að heiman.
En handlagni heimilisfaðirinn á Ökrum kippti öllu í lag í dag
og sett nýja dælu í gripinn.
Lekur samt eitthvað smá.
Situr hér í sófanum og hugsar mikið.
Veit ekki hvaðan þessi leki kemur.
Pirrar hann óendanlega.
Ég hef samt gefið honum fullt af rauðvíni til að hressa hann við.
Og svo líka súkkulaði, sem hann elskar
og......koss.

8 Comments:

  • At 10/2/06 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Samúðarkveðjur til Hrundar minnar ... og baráttukveðjur til Árna!!!

     
  • At 10/2/06 11:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sælar!!!
    Ég var að vafra á netinu og í gegnum síður vina og vandamanna rambaði ég á þína. Gaman, gaman að fá fréttir af gamla söngkennaranum sínu.
    Kær kveðja,
    Gyða Björgvins

     
  • At 12/2/06 10:55 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Guðrún Lára, er nefnilega enn biluð.

    Gaman að fá kveðju frá þér Gyða.

    Annars er blogger bara úti að skíta.
    Ég er búin að birta færslur í dag, sunnudag, en þær birtast hér og þar um síðuna. Og blogger heldur að það sé enn þriðjudagur 7.janúar.
    Veit einhver hvort þetta lagast af sjálfu sér eða hvort ég get gert eitthvað?
    Á meðan verða færslunar mínar hér tvist og bast og þetta blogg hefur breyst í feluleik.
    Góða skemmtun

     
  • At 12/2/06 11:22 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Og hér einhversstaðar sjáiði að ég hef fengið nýtt hlutverk.
    Mér finnst það spennandi.

     
  • At 13/2/06 11:26 f.h., Blogger Þórhallur said…

    Rauðvín og súkkulaði, yndislegt kombínasíjón.

     
  • At 13/2/06 12:17 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    Ég sé ekkert í source hjá þér í fljótu bragði sem útskýrir þessi undarlegheit í blogger. Hefurðu prófað að blogga frá annarri vél? og er það þá eins?

    Hallveig er í öðruvísi bloggerveseni, hún getur ekki skrifað langar færslur. Við erum ekki búin að finna út hvernig stendur á því.

     
  • At 13/2/06 1:38 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nú fer ég og prófa að blogga frá hinni vélina og sé hvernig það gengur.
    Takk fyrir þetta Hildigunnur:O)

     
  • At 13/2/06 5:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    blessud,hef thad fint,buin ad gleyma email adressunni thinni,en her hef eg thad eins og blom i eggi.Iris go allir hinir bydja ad heilsa.
    kvedja mamma

     

Skrifa ummæli

<< Home