Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Hversdags,hvursdags,hvergidags........

Einhvernveginn eru allar dagar eins núna.
Það gerist svo sem ekkert merkilegt.
En þannig er nú víst þetta hjá okku flestum.
Lífið rennur áfram á vanananum.
Ég er t.d. búin að venja mig á að þegar ég er búin að koma öllu liðinu
á sinn stað þá kem ég heim, fæ mér morgunmat og les Moggann.
Svo kíki í á póstinn minn og á bloggið.
Þetta er svona startpakki.
Eftir það sinni ég erindum varðandi kennslu og undibý mig fyrir hana.
Stússast svo í heimilisverkum og skemmtilegheitum því tengdu
Mínir dagar eru helst til of langir. Og vinnutíminn öfugt við alla aðra.
Í dag er ég t.d. að kenna frá 15.00 til 21.30.
Fer að vinna þegar flestir eru að byrja að skríða heim.
Þetta fer nú að vera heldur leiðinleg færsla.
Svo ég held ég hætti núna svo þið drepist ekki úr leiðindum.

2 Comments:

  • At 9/2/06 11:58 f.h., Blogger Giovanna said…

    Veltir þú því ekki stundum fyrir þér að fá þér nýja vinnu? Það geri ég amk...

     
  • At 9/2/06 12:39 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    ó jú svo sannarlega,svona annanhvern dag a.m.k.
    Ekki það að mér finnist ekki skemmtilegt í vinnunni en þessi tími er svo fáránlegur fyrir fjölskyldufólk. Ég er í burtu öll kvöld nema föst.kvöld( og helgarkvöldin) á matartíma og háttatíma barnanna.
    Mín huggun er sú að ég er stundum heima þegar Ponsí mín kemur heim úr skólanum. En aldrei þegar snáðinn kemur heim.Þetta er fúlt og spurning hversu lengi maður heldur þetta út.

     

Skrifa ummæli

<< Home