Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Krullur

Með eitthvað vesen í maganum.
Og þetta er langi dagurinn minn.
Ekki gott.
Fór áðan í klippingu.
Ekkert róttækt en hárið á mér hefur breyst.
Það hefur þynnst og svo eru þarna einhverjar krullur.
Hárgreiðlukonan mín skilur ekkert í þessu.
Við höllumst helst að því að það hafi breyst eftir síðasta barn.
Og ég búin að vera með stutt síðan hann fæddist en núna nær það niður á axlir.
Þegar það síkkarþá koma einhverjar krullur.
Og það er enginn með svona krullur í minni nánustu fjölskyldu.
Ja hér alla mína daga.
En nú er best að drífa sig, pásan er búin.

3 Comments:

  • At 15/2/06 10:05 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nú það hlaut að vera.Þaðan koma þær.

     
  • At 17/2/06 11:23 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    Hárið mitt breyttist alveg svakalega með börnunum. Var með ósköp venjulegt frekar fínt hár fyrir, eftir báðar stelpurnar var það orðið ofurgróft og strítt, svo lagaðist það sem betur fer með stráknum :-D

     
  • At 17/2/06 11:49 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já, þetta er ótrúlega skrítið hvað hormónarnir geta ruglað allt hjá manni, meira að segja hárið.
    En ég ætla ekki að eiga fleiri börn til að koma því í fyrra horf, svo mikið er víst.Á nóg með þessi 4.

     

Skrifa ummæli

<< Home