Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Herbergið mitt

Eftir tvo daga vakna ég upp í gamla herberginu mínu heima á Engjavegi 26.
Þegar ég var 11 ára var gerð allsherjar breyting á herberginu mínu.
Það var málað í vínrauðum og hvítum litum og mamm saumaði gardínur,
setti utan um púða og hengdi þá upp á vegg sem svona höfuðpúða. Gardínurnar fékk ég með mér þegar ég flutti að heiman og þá saumaði ég úr þeim eldhúsgardínur og dúka.
Mig minnir að það hafi einnig verið sett nýtt gólfefni.
Pabbi smíðaði þá flottasta skrifborð sem ég hef átt. Það var úr spónaplötum sem hann bæsaði með vínrauðu bæsi. Mikið var nostrað við þessa smíð. Hann setti m.a. lista á allar brúnir og kanta. Naglarnir sem hann notaði við að festa listana voru með skrauthaus. Á sjálft skrifborðið festi hann einingu sem hann hafði betrekt með strigabetrekki og var fyrir litlar hillur sem hann setti sitthvoru megin, en ég fékk svo hvítann kringlóttan spegil sem festur vað í miðjuna. Í hillurnar setti ég allt puntið mitt og smádótið.Hann útbjó einnig 3 skúffur fyrir námsbækurnar neðan á skrifborðsplötuna. Höldurnar voru hringlóttar úr messing með dálitlu skrauti.
Þetta skrifborð notaði ég alveg þangað til ég fór í menntó.
Þá fór það út í bílskúr sem verkfærageymsla fyrir pabba.

Í dag er þetta vinnu og gestaherbergi.
Og ég gisti alltaf í því þegar ég heimsæki þau.
Það finnst mér notalegt.

2 Comments:

  • At 21/2/06 12:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl mín kæra,
    svefnsófinn í herberginu þínu er núna splungunýr og vínrauður.Vonandi sefurðu vel í honum.Hlökkum til að fá ykkur heim.

     
  • At 21/2/06 6:02 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Vínrautt, þekkir mig mamma mín:O)

     

Skrifa ummæli

<< Home