Tilhlökkun
Og nú eru prófin í Söngskólanum afstaðin.
Nemendur mínir stóðu sig bara nokkuð vel.
Í kvöld höldum við svo tónleika til heiðurs honum Mozart.
Og þá er ég komin í vetrarfrí. Jíiiibíiiii.
Á morgun verður flogið vestur á heimaslóðir til að losa sig við
stress og armæðu og fá í staðin vellíðan og ró.
Fjöllin þar gefa manni svo mikla orku.
Þau eru svo hrikalega nálægt manni.
Hlakka til og kvíði fyrir.
Ég er svo hrikalega flughrædd.
Held ég eigi stefnumót í kvöld eftir tónleikana.
Er allavega að láta mig dreyma um það.
Á að bíða eftir sms -i.
Nemendur mínir stóðu sig bara nokkuð vel.
Í kvöld höldum við svo tónleika til heiðurs honum Mozart.
Og þá er ég komin í vetrarfrí. Jíiiibíiiii.
Á morgun verður flogið vestur á heimaslóðir til að losa sig við
stress og armæðu og fá í staðin vellíðan og ró.
Fjöllin þar gefa manni svo mikla orku.
Þau eru svo hrikalega nálægt manni.
Hlakka til og kvíði fyrir.
Ég er svo hrikalega flughrædd.
Held ég eigi stefnumót í kvöld eftir tónleikana.
Er allavega að láta mig dreyma um það.
Á að bíða eftir sms -i.
3 Comments:
At 22/2/06 8:51 e.h., Nafnlaus said…
Ef við förum til Ísafjarðar í sumar þá held ég að ég komi bara á bíl ... ég hef heyrt hræðilegar sögur af þessu aðflugi og er sjúklega flughrædd. Ég veit ekki hvort það yrði alveg nógu góð byrjun á ferðinni að ég myndi sprengja hljóðhimnurnar í ykkur öllum með öskrum og pissa á mig af hræðslu!
Annars ... ég byrjaði náttúrulega Frakklandsferðina með stæl, gleymdi draslinu mínu um borð í vélinni, þurfti að láta kalla mig upp á Charles de Gaulle flugvelli, missti næstum af rútunni ... þannig að kannski þarf ég bara að toppa mig núna?!
At 25/2/06 7:50 e.h., Herdís Anna said…
Úff hvað ég vildi vera í fjallafaðminum bláa núna, hvergi er betra að vera en þar og ég er eitthvað orkulítil núna. Vona að þú njótir verunnar til hins ítrasta!
At 26/2/06 9:56 e.h., Nafnlaus said…
Hæ elskurnar.
Er hér í góðu yfirlæti og er dekrað við mann á tá og fingri.
Blogga feitt þegar ég kem til baka með myndir og alles.
Þangað til koss og knús.
Guðrún mín! Ég skal bara sitja hjá þér og þá verður þetta allt í lagi.Kenni þér jóga öndun og svoleiðis til að draga úr hræðslunni. Stundum taka þeir ekki hring aðflugið, fer allt eftir vindi og það er gert af vel þjálfuðum flugm0nnum sem hafa gert þetta þúsund sinnum. Já já mín kæra það er ekkert að óttast mér við hlið.
Skrifa ummæli
<< Home