Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Ísafjarðarkróníka II


Í þessu húsi fæddist ég 10. september 1966. Og kemstþví á virðulegan aldur í haust. Þetta hús, Gamla sjúkrahúsið, teiknaði Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins. Þegar nýtt sjúkrahús var byggt var það gert að menningarsetri með bókasafni, listasafni og skjalasafni. Þá var það lagað utan sem innan og hefur það tekist ákaflega vel.









Í þessu húsi bjó ég fyrstu 4 ár ævi minnar.
Ég, mamma og pabbi vorum á hæðinni en í risinu bjó Óli.
Mín minning af honum er að hann var virðulega eldri herramaður sem gekk í frakka með hatt og staf.Ég fór stundum til hans í heimsókn og þá gaf hann mér alltaf sykurmola. Ég lék mér við "ósýnilega" vinkonu sem átti heima í húsinu og átti yfirleitt í hrókasamræðum við hana svo móður minni stóð ekki á sama þegar hún uppgötvaði að ég var alein að leika mér.
Þegar ég flutti skildust leiðir.
Og hef ég ekki heyrt frá henni síðan.








Þessi yndislega kona er hún Hrafnhildur æskuvinkona mín. Hún vinnur í bankanum og á tvær dætur og hann Gest. Hún segist vera sveitakona. Ísafjarðarsveitakona.
Skil hana fullkomlega.
Hún átti heima á móti mér á Engjaveginum. Mamma hennar og pabbi búa þar enn. Í kjallaranum hjá henni bjó Sólveig. Við vorum alltaf saman.
Fyrir nokkrum árum stóður þessar elskur fyrir framan útidyrahurðina heima hjá mér á Engjaveginum, hringdu bjöllunni og spurðu svo pabba þegar hann kom til dyra: Má Ingibjörg koma út að leika?????
Við flissuðum í marga daga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home