Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Koss í sæluvímu

Úfffff..........
er búin að innbyrða svo mikið af sönglegum fróðleik að ég er komin upp á háa c-ið og er við það að springa. Hriiiiiiikalega var þetta algerlega frábært.
Og svo aftur í apríl og svo aftur í júní og svo aftur og svo aftur í heilt ár.
Jíbbbíiijæjei.
Og í gleði minni kyssti ég rauðan bíl í dag.
Gaf honum rembingskoss á hliðina og endugalt rauða slikju
á húddið og stuðarann.
Lætin svo mikil að ljósið brotnaði og grillið laskaðist.
Víman alveg að fara með mig.


Kaskó er vinur minn.

Hef sett í hann fullt af pjéningum.

Tala við hann á morgunn.


Vona að hann reddi þessu.

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home