Bakteríur í heimsókn
Hér í sófanum liggur stynjandi rokkari. Grey hann er að drepast úr beinverkjum og höfuðverk.
Gaman, gaman, hér er flensan semsagt búin að taka sér bólfestu.
Hver skyldi svo verða næstur í röðinni.
Ekki ég , plííís, þarf ég nokkuð að taka númer?
Hrikalega gaman í dag.
Það er gaman að læra eitthvað nýtt og tileinka sér hýja hluti.
Uppgötva óþekktar hliðar á sjálfum sér.
Og treysta því að maður geti gert eitthvað sem hefur verið manni mjög fjarlægt.
Það gerðist hjá mér í dag.
Og nú þarf ég að melta.
Heyrði annars góða sögu um okkur Íslendinga í dag.
Hvað við getum verið einlæg og opinská
eins og maðurinn sem elskaði konuna sína svo mikið
Gaman, gaman, hér er flensan semsagt búin að taka sér bólfestu.
Hver skyldi svo verða næstur í röðinni.
Ekki ég , plííís, þarf ég nokkuð að taka númer?
Hrikalega gaman í dag.
Það er gaman að læra eitthvað nýtt og tileinka sér hýja hluti.
Uppgötva óþekktar hliðar á sjálfum sér.
Og treysta því að maður geti gert eitthvað sem hefur verið manni mjög fjarlægt.
Það gerðist hjá mér í dag.
Og nú þarf ég að melta.
Heyrði annars góða sögu um okkur Íslendinga í dag.
Hvað við getum verið einlæg og opinská
eins og maðurinn sem elskaði konuna sína svo mikið
að hann sagði henni það meira að segja einu sinni.
4 Comments:
At 7/3/06 10:37 e.h., Nafnlaus said…
Karítas er ein af mínum uppáhalds, bara yndisleg...
At 8/3/06 9:28 f.h., Syngibjörg said…
Verð greinilega að nálgast þessa.
Er loksins að klára Rokland, já ég sagði klára. Er ég ekki dugleg?
At 8/3/06 9:13 e.h., Nafnlaus said…
Gott að heyra að fleiri eiga í sömu vandræðum og ég með að klára Rokland! Ég er búin að vera síðan í janúarlok með síðustu 50 blaðsíðurnar! Hvar var ritstjórinn?! (Segið svo ekki nokkrum manni að bókmenntafræðingurinn ég geti ekki klárað eina skitna bók sem var m.a.s. tilnefnd til verðlauna!)
At 8/3/06 10:09 e.h., Syngibjörg said…
Ég hef nú ekki samviskubit fyrst Guðrún Lára er búin að vera lengur með bókina en ég. En ég segi náttlega eingum frá því!!!
Skrifa ummæli
<< Home