Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Bakteríur í heimsókn

Hér í sófanum liggur stynjandi rokkari. Grey hann er að drepast úr beinverkjum og höfuðverk.
Gaman, gaman, hér er flensan semsagt búin að taka sér bólfestu.
Hver skyldi svo verða næstur í röðinni.
Ekki ég , plííís, þarf ég nokkuð að taka númer?



Hrikalega gaman í dag.
Það er gaman að læra eitthvað nýtt og tileinka sér hýja hluti.
Uppgötva óþekktar hliðar á sjálfum sér.
Og treysta því að maður geti gert eitthvað sem hefur verið manni mjög fjarlægt.
Það gerðist hjá mér í dag.
Og nú þarf ég að melta.



Heyrði annars góða sögu um okkur Íslendinga í dag.
Hvað við getum verið einlæg og opinská
eins og maðurinn sem elskaði konuna sína svo mikið
að hann sagði henni það meira að segja einu sinni.

4 Comments:

  • At 7/3/06 10:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Karítas er ein af mínum uppáhalds, bara yndisleg...

     
  • At 8/3/06 9:28 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Verð greinilega að nálgast þessa.
    Er loksins að klára Rokland, já ég sagði klára. Er ég ekki dugleg?

     
  • At 8/3/06 9:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að heyra að fleiri eiga í sömu vandræðum og ég með að klára Rokland! Ég er búin að vera síðan í janúarlok með síðustu 50 blaðsíðurnar! Hvar var ritstjórinn?! (Segið svo ekki nokkrum manni að bókmenntafræðingurinn ég geti ekki klárað eina skitna bók sem var m.a.s. tilnefnd til verðlauna!)

     
  • At 8/3/06 10:09 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ég hef nú ekki samviskubit fyrst Guðrún Lára er búin að vera lengur með bókina en ég. En ég segi náttlega eingum frá því!!!

     

Skrifa ummæli

<< Home