Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, mars 17, 2006

Flínka mágkona mín og bróðir að vestan verða hér í borginni þessa helgi.
Ætla að elda fyrir þau fiskisúpu ala mexicana núna á eftir og bjóða upp á
kælt hvítvín með. Og svo verður malað fram eftir kvöldi við kertaljós.
Æi hvað það verður notalegt.
Er nefnilega enn með fúglaflensuna. Jíííbíííjæjei.
Þetta fær mig til að gleyma mínu auma ástandi.

Svo er þessi helgi framundan.
Engin plön svosem.
Kannski bíó.
Langar að sjá Rent.
Gleymi aldrei uppfærlsunni sem ég sá hér heima.
Atriði Margrétar Eirar með símasnúruna er eitt það flottasta sem ég hef séð í leikhúsi.
100% tæming.
Elskurnar mínar skemmtið ykkur vel og fallega og góða helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home