Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Stefnumót

Ráðgjafinn sagði honum að konan hans stæði við dyrnar og bankaði fast.

Hún hefði staðið þar lengi vel.

Spurði hvort hann hefði ekki tekið eftir því?
Júúú, sagði hann með semingi.

Og hvað ætlarðu að gera?
Ég veit það ekki, svaraði hann.

Ókei, þá sting ég upp á því að þú bjóðir henni á stefnumót.


Hann hafði 5 daga til stefnu því hún ætlaði út úr bænum með börnin.
Á 4ða degi var ekkert boð komið og var þá minntur af konunni
á verkefnið frá ráðgjafanum.
SMS kom það kvöld.


Stefnumótið var indælt og gaf fyrirheit um breytta tíma.
Hann hafði gert eitthvað fyrir þau.
Og það hafði sára sjaldan gerst.

Ráðgjafinn var ánægður með hann og sagði að núna væri komið að henni.

Og hvað hún hlakkaði til því nú fengi hún ekki neitun frá honum þegar hún byði honum.

Með góðum fyrirvara bað hún hann að taka frá tíma því hún veit
að hann getur verið mjög upptekinn í vinnunni.

Þar er hann.

Alltaf.

Líka þegar hann borðar grjónagrautinn á kvöldin.


Í bílnum var hann þungur.
Einhvernveginn ekki á staðnum.

Var beðinn um að kúpla sig frá vinnunni og líta á þetta stefnumót
sem kærkomna tilbreytingu.
Fyrir þau, fyrir sambandið.

Svarið sem kom stendur eins og hnífur í opnu sári:


Ég þarf ekkert á þessari truflun og tilbreytingu að halda.

6 Comments:

  • At 22/3/06 11:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Huxa til þín...

    GEN

     
  • At 22/3/06 11:20 e.h., Blogger Fjölnir said…

    Hugsa til þín og sendi þér hlýtt og þétt netknús svo langt sem það nær.

    Vonandi leiðir þessi þrautaganga þig á endanum að hamingjuríkara lífi.

     
  • At 23/3/06 1:46 e.h., Blogger londonbaby said…

    Elsku frænka...það birtir upp um síðir...vertu viss. Þangað til verðuru að hugsa vel um sjálfa þig og ef það hjálpar að blogga láttu bara vaða! Enn og aftur sendi ég góða strauma yfir hafið

    Þórdís

     
  • At 23/3/06 6:31 e.h., Blogger Herdís Anna said…

    Hugsa til þín elsku Ingibjörg, og tek undir með köngulóarkonunni, það birtir upp um síðir!

     
  • At 23/3/06 11:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ja, ef þetta hljómar ekki bara alveg eins og sumir séu í langri gönguferð með svarta hundinn þá veit ég ekki hvað.. og þá er nú lítið hægt að gera nema viðkomandi átti sig sjálfur og geri eitthvað í málunum.. því miður.

    Ömurlegt.

     
  • At 24/3/06 8:35 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    !!!

    stórt knús

     

Skrifa ummæli

<< Home