Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Á persónulegum nótum

Hef lengi verið að spá í hversu persónulegur maður á að leyfa sér að vera þegar maður bloggar.
Sumir tala bara um það sem þeir eru að gera sem er bara gott, á meðan aðrir tala undir rós um það sem þeir eru að upplifa eða ganga í gegnum. Enn aðrir spá í mannlífið og pólitík.
Sumum finnst persónulegt blogg óþægilegt, og segja að maður eigi nú bara að halda sínum vandamálum fyrir sig. Ókei, gott og vel, þeir hinir sömu geta þá líka bara loggað sig af síðunni minni ef þeir vilja ekki lesa mitt pesónulega blogg sem verður hér næstu daga. Ég hef ákveðið að blogga um það sem ég er að ganga í gegnum þessa daga vegna þess að þeg veit að það hljálpar mér að fá skýra mynd á málið.


Líf mitt þessa dagan hefur tekið á sig króka og beygjur með tilheyrandi hraðahindrunum.

Öll dofin, þung í höfðinu og með hnút í maganum. Allt einhverveginn í upplausn.

Sannleikur að líta dagsins ljós sem særir djúpt.

Allt í plati bara.
Líður eins og það hafi einhver keyrt yfir mig.


Ökumaðurinn er sambýlismaður minn.

9 Comments:

  • At 21/3/06 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    elsku kellingin... :(

    helvítis karlmenn.. alltaf til vandræða.

     
  • At 21/3/06 12:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég skal hugsa fallega til þín, kannski hjálpar það.
    Halla

     
  • At 21/3/06 2:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ef þér finnst hjálpa að tjá þig hérna skaltu gera það.. en þar sem mér finnst þú alveg hafa fengið þinn skerf þá vona ég bara að þetta sé ekki eins slæmt og það hljómar. Hugsa til þín....

     
  • At 21/3/06 6:42 e.h., Blogger londonbaby said…

    Æ..hljómar ekki vel...sendi fullt af faðmlögum og góðum straumum yfir hafið...


    Þórdís

     
  • At 21/3/06 11:55 e.h., Blogger Ásdís said…

    Það þarf kjark til að tjá sig þegar lífið er erfitt...aðdáunarvert

    Sendi góða strauma frá Boston

     
  • At 22/3/06 4:09 e.h., Blogger Þórhallur said…

    Tek undir með Ambindrillu, það er gott að blogga um það sem er að ,,rústa" manni í það og það skiptið.

     
  • At 22/3/06 8:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er búin að hugsa svo mikið til þín að undanförnu ... vona að straumarnir skili sér eitthvað pínulítið!

     
  • At 22/3/06 9:13 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Eitt stórt faðmlag og knús til ykkar allra.

     
  • At 29/3/06 12:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku vinkona, hef ekki kíkt hingað lengi. Mundu að þegar einar dyr lokast þá opnast yfirleitt aðrar. Sendi þér strauma frá Grindavík.

     

Skrifa ummæli

<< Home