Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, mars 27, 2006

Verktakinn og Helena Eyjólfs

Talaði við verktakann í dag.
Svakalega hefurðu líkann málróm og hún mamma þín,
sagði´ann þegar samtalið var hálfnað.
Finnst það alltaf fyndið.
Okkur Hrund er iðulega ruglað saman í síma og erum þó ekkert skyldar.
Finnst það líka fyndið.
Meira að segja móðir hennar var einu sinni langt komin inn í setningu þegar mér tókst að stoppa hana og leiðrétta misskilninginn.

Það er nú ekkert langt síðan þú fluttir suður, er það spurð´ann.
Jaaaaa sagði ég og gat ekki varist hlátri, það eru nú samt 20 ár.
Mér finnst það nú dáldið langt.
Neiiii getur það verið sagð´ann og við hlógum bæði.
Og íbúðin sem er um 160 fermetrar kostar 15.5 milljónir.
Allt nýtt!!!!!
Finnst eins og ég hafi dottið í lukkupottinn.
Get útbúið risloftið sem eru um 60 fermetrar að mínum hentugleika.
Fæ hana í júní, akkúrat þegar ég er búin að öllu hér.

"Ekki er svo með öllu illt að ei boði gott.
Það má finna út úr þessu ánægjuvott"
minnir mig að Helena Eyjólfs hafi sungið
með hljómsveit Ingimars Eydal hér um árið.
Geri þau orð að mínum.

Í breytingum felast ný tækifæri.

10 Comments:

  • At 27/3/06 8:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Við verðum bara nágrannar í sumar!! eða hvenær ætlarðu annars að flytja? ég þarf sko að fara að kíkja í kaffi..

     
  • At 27/3/06 11:41 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Jebb,frænka líst þér ekki vel á það?
    Já láttu nú sjá þig sem fyrst:O)

     
  • At 28/3/06 11:36 f.h., Blogger Giovanna said…

    Það byrjar allt á endapunkti er það ekki? Til hamingju með þetta. Hlakka til að heimsækja þig fyrir vestan...

     
  • At 28/3/06 12:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vafra stundum um bloggsíður og spái í orð og fólk. Hef aðallega lesið komment frá þér hér og þar í bloggheiminum. Þar skín í gegn ákveðin einlægni og góðvild. Bestu eiginleikarnir og oft ekki metnir að verðleikum. Las núna síðustu færslur hjá þér og sé að þú ert að ganga í gengum erfiðleika og breytingar.
    Er ekki í nokkrum vafa að konu einsog þér bíður ekkert annað en falleg himnahöll. Þú átt örugglega allt það besta skilið. Gangi þér vel.
    Kommenta aldrei á ókunnar síður, en geri það bara núna ;) handa þér.
    Bloggvafra.

     
  • At 28/3/06 4:30 e.h., Blogger londonbaby said…

    Gaman að heyra með nýja húsið... og allt er á uppleið...gott að heyra...þú átt það skilið!!

    kv

    Þórdís

     
  • At 28/3/06 5:04 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hekla; smá pollýanna á þetta.

    Jóhanna: vertu velkomin á Skógarbraut 3, við hliðina á Margréti og Jóni.

    Bloggvafra: þakka þér falleg orð og bjartsýni fyrir mína hönd.


    Þórdís: takk mín kæra frænka.

     
  • At 28/3/06 8:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    frábært! ég á sko eftir að kíkja á þig fyrir vestan, er sko með stór plön um áframhaldandi tónleikahald þar í bæ.. þeas ef tónlistarfélagið vill fá mig ;) Við Árni Heimir ætlum að púlla jónas og kristin á þetta og ferðast um landið árlega þar til fólk fer að potast á tónleikana.. er það ekki frábær hugmynd?

     
  • At 29/3/06 12:31 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Væla: þú rokkar!!!!
    Þetta er frábær hugmynd og ég skal hér með gerast sérlegur umboðsmaður
    og greiða götu þína og Árna Heimis fyrir vestan.Í Edinborgarhúsinu á að taka í gagnið nýjan og fínan sal með vorinu svo ekki vantar sali eða ég tali nú ekki um kirkjuna. Þar er dásamlegt að syngja.
    Ávallt velkomin´!!

     
  • At 29/3/06 10:46 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    þú veist að við erum fastagestir fyrir vestan líka. Mér finnst ekki hafa verið sumar nema ég hafi komið vestur...

     
  • At 30/3/06 8:27 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Í alvöru, þetta vissi ég ekki.
    en frábært, fæ alveg fullt að góðu fólki í heimsókn, vertu velkomin:O)

     

Skrifa ummæli

<< Home