Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, mars 29, 2006

Hvað kostar framkvæmdagleði?

Er að bíða eftir pósti og upplýsingum frá fasteingnasalanum sem kom hér í gær.
Það var eiginlega dáldið skrítin upplifun því allir mínir aurar og frítími síðustu 8 ára liggur í þessum kofa.Þetta hús, sem er frá 1930, var byggt af miklum vanefnum. Sá sem byggði það var listmálarinn sem teiknaði íslenska skjaldarmerkið ( man ekki hvað hann heitir) og var hann víst mikið fyrir bokkuna kalinn sem skýrir hversu allt var óvandað. Það blasti við okkur ófögur sjón þegar við hófumst handa við að færa húsið í horf að kröfum nútímamannsins. Hér var hálmur í veggjum ásamt sagi og gömlum dagblöðum. Kjallarinn góði var óeinangraður með fúkka rákir upp á miðja veggi. Í kjallaranum rákumst við á líka þetta fína skólprör sem skagaði hálft upp úr gólfinu. Það endaði þarna bara. Tek það fram að það var ekki tengt!! En undarlegt að leggja það í gegnum mitt gólfið og setja það ekki undir gólfplötuna. Þegar listmálarann góða vantaði vinnustofu lyfti hann upp húsinu og steypti undir það þennan kjallara. Húsið var sett á tunnur og skekktist allt svo hvergi finnast veggir með rétt horn. Það hefur valdið heimilissmiðnum nokkrum heilbrotum en honum tóks einhvernveginn að fiffa þetta. Og rafmagnið var svo allt endurnýjað ásamt gluggum. Gömlu gólfborðin fóru í pússningu hjá Húsasmiðjunni og við fengum ný til að setja inn á milli því sum voru svo illa farin að ekki var hægt að nota þau. Við einangruðum og settum spónaplötur undir gifsplöturnar. Ásamt svo ótal mörgu sem við smíðuðum, máluðum, pússuðum, brutum niður til að byggja upp á nýtt. Svo þetta hús er orðið ansi gróið manni. En það er ýmislegt eftir að gera og þá aðallega að utan. Við settum nýtt járn á fram og bakhlið en það vantar á hliðarnar. Einnig er kominn tími á að endurnýja þakið og klára að gera við sökkulinn. En garðurinn er mjög flottur þó ég segi sjálf frá. Stór og góð verönd með skjólveggjum, hellulagðir stígar, blómabeð, skúr og sandkassi ásamt grasfleti og snúrum. Þegar ég spurði fasteingasalann hveð ég fengi fyrir kofann þá stundi hann bara og sagðist ekki hafa hugmynd. Hér væri ekkkert svona "standard". Svo ég bíð spennt.
En það voru teknar myndir sem birtast á vef fasteignasölunnar Draumahús þegar búið er að komast að því hversu mikið tími minn og framkvæmdagleði síðustu 8 ár kostar.

7 Comments:

  • At 30/3/06 8:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Okkur vantar menntaðan tónmenntakennara við Grunnskólann á Ísafirði.

     
  • At 30/3/06 8:31 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já, því miður er ég ekki tónmenntakennari og það er svo illa launað miðað við kennsluframlagið að ég legg ekki í það. Er menntaður söngkennari og vil gjarnarn starfa sem slík. Hef heldur ekki réttindi til að starfa í grunnskólanum og fengi þ.a.l. ekki laun tónmenntakennara.( sem þegar eru of lág)
    En hver ertu með leyfi?

     
  • At 30/3/06 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Áttu margar frænkur við Grunnskólann á Ísafirði?

     
  • At 30/3/06 2:34 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Halló Halla frænka!!:O)
    (Var ekki alveg að átta mig á anonymus manneskjunni í kommnentakerfinu hjá mér.)

     
  • At 30/3/06 3:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    en spennandi.. vona að þið fáið sem mest fyrir kofann sem þið eruð búin að leggja svona mikla vinnu í. kemur svo ekki linkur hérna inn svo hægt verði að skoða fasteignina á vefnum, sjá hvernig þeim tekst til við kynninguna??

    og Halla, þú setur bara punkt við Other í commentakerfinu og þá geturðu sett inn nafnið þitt.. veit að þú veist þetta!!

     
  • At 30/3/06 3:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, ég vona að þið hafið fengið gott mat á húsið ykkar þó það hljóti að vera skrýtið að láta meta vinnu manns við heimilið til fjár!

     
  • At 30/3/06 4:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég veit það en eiginlega átti núverandi tónmenntakennari ekki að geta fattað hver skrifaði þetta ég vona bara að hann lesi ekki bloggið hennar Ingibjargar.

    P.S. svo er þessi orðastaðfesting svo fyndin að það er gaman að gera hana.

     

Skrifa ummæli

<< Home