Mín kæra Sieglinde
Gleðigjafi gærdagsins var gamli kennarinn minn hún Sieglinde.
Hún var með masterclass í söngskólanum mínum og fór á slíkum kostum að ég er enn að flissa.
Hún átti ekki til orð yfir allar þessar fallegu raddir. Og tenórarnir bræddu hana alveg.
Enda gift einum, og það íslenskum.
"Mamm mía, nú ég bara alveg hissa" sagði´hún með sínum þýska hreim þegar nemandi minn var búinn að syngja, ég veit ekki hvaða ég segja núna hélt hún áfram og gekk um sviðið.
Þú bara halda áfram að syngja, þa eina sem ég geti sagt.
En krakkar þi bara verða segja tekst. Tekst, tekst,tekst þa eina sem skipta máli, annas veit enginn hvaða þú syngur og þá nennir enginn að koma og hlústa.
Ég fékk flassbakk mörg þúsund sinnum, og það rifjaðist upp fyrir mér hvað ég var heppin að hafa haft hana fyrir kennara. Hana skorti stundum lýsingarorðin en einhvernveginn skipti það engu máli því hún er svo stórkostlegur músikant að orð voru óþörf.
Hún var með masterclass í söngskólanum mínum og fór á slíkum kostum að ég er enn að flissa.
Hún átti ekki til orð yfir allar þessar fallegu raddir. Og tenórarnir bræddu hana alveg.
Enda gift einum, og það íslenskum.
"Mamm mía, nú ég bara alveg hissa" sagði´hún með sínum þýska hreim þegar nemandi minn var búinn að syngja, ég veit ekki hvaða ég segja núna hélt hún áfram og gekk um sviðið.
Þú bara halda áfram að syngja, þa eina sem ég geti sagt.
En krakkar þi bara verða segja tekst. Tekst, tekst,tekst þa eina sem skipta máli, annas veit enginn hvaða þú syngur og þá nennir enginn að koma og hlústa.
Ég fékk flassbakk mörg þúsund sinnum, og það rifjaðist upp fyrir mér hvað ég var heppin að hafa haft hana fyrir kennara. Hana skorti stundum lýsingarorðin en einhvernveginn skipti það engu máli því hún er svo stórkostlegur músikant að orð voru óþörf.
2 Comments:
At 5/4/06 1:38 f.h., Þórhallur said…
Man eftir einum kennara sem ég drakk alltaf með þegar ég var 18-19 ára, hann var blússandi geðveikur en snjall engu að síður! Ég skana hans en ekki veilunnar, hann dó 98 langt fyrir aldur fram úr ólifnaði, geðveiki og krabba.
At 5/4/06 11:53 e.h., Syngibjörg said…
Góðir kennarar eru vandfundnir, og oftast eru það þessir skrautlegu sem skilja hvað mest eftir sig.
Skrifa ummæli
<< Home