Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Sumar gjafir og sumargjafir

Þegar ég var að alast upp fengum við systkinin alltaf sumargjafir.

Móðir mín var nösk að finna eitthvað skemmtilegt.
Þær voru aldrei stórar eða dýrar.
Man að þær hittu alltaf í mark.


Í mínum huga eiga þær að vera þannig.

Fór í dag og verslaði smáræði til að gleðja fjölskyldumeðlimina á morgun.

Sá marga í sömu erindagjörðum.
Sumir keyptu sippuband á meðan aðrir keyptu barnareiðhjól.

Vona að allir verði glaðir á morgun og fagni hækkandi sól, þó veðrið gefi ekki tilefni til.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home