Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Annir í fríi

Páskafríið afstaðið.
Er sem sagt komin aftur heim á Nesið.
Keyrði ein með krakkana fyrir viku í slíku færi að ég rann átakalaust
til Ísafjarðar á 6 tímum.

Hélt ég væri að fara í frí en var á þönum allan tímann.
Afrekaði 3 fermingar, eitt brúðkaup og skírn.

Keyrði fram og til baka úr bústað, 200 km, hvora leið.

Brúðkaupið og skírnin var í Súðarvíkurkirkju.
Kirkjunni hans Mugison.
Kenndi konunni hans á píanó.

Átti stefnumót við konuna með lykilinn af kirkjunni kl. 13.00.
Kom að kirkjunni læstri en sá bíl fyrir utan.

Skimaði inn um glugann og sá hann tala í síma.
Veifaði.

Hann kom og opnaði, hélt áfram að tala í símann.

Ég stóð og vappaði þarna og sá upptökugræjur og dót við altarið.
"Heyrðu þarf að kveðja, einhver kona hérna sem ég þarf að tala við"
sagð´hann og setti símann í vasann.
"Uhh.. ég var búin að fá leyfi til að æfa mig hér á þetta fótstigna orgel og syngja dáldið,
það er sko brúðkaup á laugardaginn."
Nú, æææ, ég fékk lykil og fékk leyfi til að vera hér eins og mér sýnist sagð´ann þá hinn vandræðasti.

Ég er að taka upp.

Ég spurði þá hvort hann yrði lengi.

Nei, geturðu komið aftur klukkan fjögur.

Jú, ætli það ekki svaraði ég.

Seinna um daginn sat ég og pumpaði orgelið meðan ég reyndi að fá brúðarmarsinn til að hljóma.

Mundi þá að síðast þegar ég söng í brúðkaupi fyrir vestan stóð ég á tímamótum.

Þeim sömu og núna.

tilviljun????

3 Comments:

  • At 19/4/06 12:15 e.h., Blogger Herdís Anna said…

    Getur verið að ég hafi séð son þinn á Aldrei fór ég suður? Allavega var þarna einhver unglingseftirmynd þín í karlkyni, sætur strákur. Hann skemmti sér vel :) Ég líka :)

    Fattaði að ég er komin á það stig að geta sagt unglingi að ég þekki mömmu hans og hafi sungið hjá henni í barnakór. Úff!

     
  • At 19/4/06 2:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Stóðst þig alveg rosalega vel í kirkjunni :)

     
  • At 19/4/06 2:50 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Sammála þér Hekla.

    Já, Dísa mín, þú hefur séð hann son minn þarna. Var þar reyndar sjálf svona framan af. Skemmti mér og finnst þetta frábær hátíð.

    Takk Marta.

     

Skrifa ummæli

<< Home