Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, apríl 07, 2006

ilmur og angan

Er búin að baka 3 brauð og eina köku í morgun.
Húsið ilmar.
Í hádeginu fæ ég mér nýbaka brauð og gott kaffi.
nammmmm...........

Braut saman öll fötin sem Ponsí fékk gefins í gær frá nöfnu sinni.
Vill Brynja þín "brynjubleik föt" frá Brynju minni?
spurði þáverandi samstarfskona mín.
Já alveg örugglega svaraði ég.
Síðan höfum við verið í einskonar áskrift hjá þeim.
Í gær hélt hún tískusýningu.
Hvert dressið á fætur öðru, bolir, buxur og pils.
Hún brosti alveg allan hringinn.
Snáðinn skyldi þetta ekki alveg og var sannfærður um að móðir hans hefði
fengið kaupæðiskast og systir hans fengið ein að njóta þess.
Nokkur tár féllu.
Og nú angar fataskápurinn hennar af þvottaefni.
Þeirra þvottaefni.

2 Comments:

  • At 10/4/06 12:54 f.h., Blogger Gróa said…

    Ég finn alveg lyktina af nýbökuðum brauðunum alla leið hingað á Flókagötuna. Mikið ertu nú myndarleg kona góð!

     
  • At 10/4/06 12:55 f.h., Blogger Gróa said…

    Já og góða ferð vestur og gleðilega páska.

     

Skrifa ummæli

<< Home