Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Vilji

Hafiði fengið fallbyssuskot frá þeim sem er ykkur kærastur?

ég

oft

of oft

núna segir innri röddin; ekki meir

og ég ætla að hlusta á hana

hef hundsað hana allt of lengi

þvingað mig til að gera það sem ég er ekki sannfærð um að sé rétt

til að þóknast

6 Comments:

  • At 27/4/06 1:12 e.h., Blogger londonbaby said…

    Það er rétt....Maður á ekki alltaf að þóknast!

    *faðm*

    Þórdís

     
  • At 27/4/06 1:58 e.h., Blogger Anna Sigga said…

    Elsku stelpan mín!
    Stattu með sjálfri þér!
    Það gerir það enginn annar.
    Það getur það enginn annar!
    Þegar allt kemur til alls þá höfum við ekki aðra sem við getum stólað á.
    Mundu að þú ert uppsprettan!
    Þú ert höfuðstóllinn, og ef þú tekur stöðugt af höfuðstólnum þá verða vextirnir alltaf minni og minni, þangað til ekkert er eftir!
    Þú hefur allt of mikið að gefa, ekki sóa því! :-)

     
  • At 27/4/06 6:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég og innri röddin þín erum bara alveg hjartanlega sammála núna! Og mín innri rödd er alveg fullviss um að héðan í frá liggi þetta bara upp á við hjá þér.

     
  • At 27/4/06 6:33 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Æi takk elskurnar mínar.

     
  • At 28/4/06 9:39 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    stöndum með þér!

     
  • At 28/4/06 5:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Við stöndum þétt saman, áfram Bjarney. Inn í brjóst þitt ein og hljóð, rýndu fast ef röddin þegir, hlýddu á þinn innri mann (ekki eiginmann!) hvað sem hver segir.

     

Skrifa ummæli

<< Home