Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, maí 14, 2006

rígur

Vaknaði með allsvakalegan hálsríg núna í morgun.

Höfuðið er alltaf í sömu stefnu og búkurinn.

Ég er sem sagt eins og spýtukarl.

Afar óheppilegt því ég er að fara í próf þar sem píanóið kemur mikið við sögu.

Hef með hléum setið í dag og reynt að spila sus, dim og sjöundarljóma ásamt öðrum kryddlegnum nótum.

Og spunnið, jájá bara.

Nokkrar Treo töflur hafa bjargað mér aðeins.

Verð nú að segja að mig grunaði ekki að ég þyrfti að fara í svona alvöru próf í þessum kúrs þegar ég skráði mig í hann.

Fyrst skriflegt á morgun og svo verklegt á þriðjudaginn.

Jónas Þórir alveg að tapa sér í metnaðinum.

6 Comments:

  • At 15/5/06 8:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi þér vel elsku vinkona mín, þú rúllar þessu örugglega upp eins og öllu öðru sem þú gerir!
    Jæja þá eru "síðustu" tónleikarnir að baki og gengu glimrandi vel. Við Gróa okkar stóðum okkur mjög vel svo ég tali nú ekki um þessi yndislegu börn sem ég er strax farin að sakna, en þetta gengur yfir, líka gott að hugsa til einhverra breytinga.
    Nei kennarinn mætti ekki, var bara sátt við það!!!
    Aftur, Gangi þér vel!!

     
  • At 15/5/06 10:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er naumst, lætin í honum frænda mínum. In bocca lupa! Giovanna

     
  • At 15/5/06 12:31 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir mínar elskulegu, veitir ekki af.
    Til hamigju Oddnú mín, það er þessi skemmtilega mynd frá tónleikunum í Mogganum í dag.

     
  • At 15/5/06 1:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir!
    Nú verð ég sko að fara útí búð og verða mér úti um Mogga!

     
  • At 16/5/06 12:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    og ég gerði það, þvílík mynd! afturendinn á mér og svo stelpurnar úr fókus !!! en gaman að fá umfjöllun þó! ljósmyndari Moggans sendi mynd uppí kikrju í dag af öllum hópnum alveg frábæra, af hverju birta þeir ekki svoleiðis myndir í staðinn?

     
  • At 16/5/06 12:16 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Honum hefur fundist þessi eitthvað flott með litlu stelpuna í fókus en ykkur úr fókus.

     

Skrifa ummæli

<< Home