Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Ferðahugur

Á föstudaginn flýg ég til London og gisti á þessu hóteli sem ku vera steinsnar frá Oxford Street.

Börnin fara vestur sama dag og verða þar þangað til ég kem til þeirra tæpri viku seinna.

Ferðaáætlun er ströng eins og venja er í kórferðum Mótettukórsins en samt verður tími til að borða góðan mat skála í góðum mjöð.

Eitthvað verður hægt að skoða í búðir eins og venja er að íslendingar gera þegar þeir fara til útlanda en buddan leyfir ekki mikil útgjöld sem fyrr.

Er farin að hlakka til enda með miklum öðlingskórfélögum í herbergi.

Vona að það verði hlýtt svo maður geti farið í pilsin sem bíða inn í skáp eftir að verða notuð.

3 Comments:

  • At 7/6/06 12:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Núnú.. bara á föstudaginn! Þá verðum við víst að grilla saman á ísafirði.. er það ekki bara?

     
  • At 7/6/06 10:07 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Heyrðu já, þú segir nokkuð, var ekki alveg tengd í stressinu þarna í Kringlunni. en mér líst vel á að grilla saman á Ísafirði.

     
  • At 7/6/06 11:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Góða ferð, vonandi er orðið eitthvað heitara í London en var fyrir helgi, ekki gleyma góðri peysu!
    Heyri kannski í þér á morgun.
    Kv.
    Oddný

     

Skrifa ummæli

<< Home