Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Breytingar

Yngstu afkvæmin flugu vestur í dag en þeirra beið "súkkulaðikjöt" í brúnni sósu með kartöflumús hjá ömmu og afa. Snáðinn vildi nú meina að það væri verið að plata sig; það væri ekkert kjöt búið til úr súkkulaði.

Kvöddum alla í leikskólanum og Snáðinn bauð upp á muffins og saltstangir.
Ponsí fékk einkunnirnar sínar í dag og fékk flottan vitnisburð.
Kvöddum einnig kennarann hennar sem hún hefur haft frá upphafi.
Faðmlagið var innilegt og rósin féll í kramið.

Og í dag seldum við. Förum í fyrramálið að skrifa undir og erum sátt við það sem við fengum fyrir kofann. Afhending verður í ágúst. Þetta er dáldið skrítin tilfinning. Stóð og horfði út í garðinn minn sem ég hef miklar mætur á og hef verið duglega að gróðursetja ýmsar plöntur sem eru farnar að vaxa og dafna með tilheyrandi knúppum og blómstrandi fegurð í öllum litum.
Það þarf að fara að slá.
Elska lyktina sem kemur af nýslegnu grasi.
Á eftir að sakna þessa garðs.
Og rólunnar.

En það kemur eitthvað nýtt í staðinn.

3 Comments:

  • At 9/6/06 11:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Súkkulaðikjötið þótti honum mjög gott,hann var sposkur á svip þegar hann borðaði og var ekki alveg viss um hverju hann átti að trúa,
    og kláraði fullan disk.

     
  • At 14/6/06 12:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað, nákvæmlega er súkkulaðikjöt?

     
  • At 14/6/06 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Súkkulaðikjöt, er steikt lifur´,með hvítlauk (lauk) og eplum
    Hún fékk þetta nafn vegna þess að eldri sonurinn var mjög matvandur,en allt sem heitir súkkulaði er mjög gott,ekki satt.
    kveðja Anna Lóa

     

Skrifa ummæli

<< Home