Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, júní 19, 2006

Á besta stað í heimi

Það fór nú svo að tölvan kom með mér og hér sit ég í gamla herberginu hans Einars bróður og blogga.

Næstu dagar fara í að finna húsnæði. Ég hætti við að kaupa íbúðina inn í firði. Skynsemisröddin hvíslaði því að mér að skynsamlegast væri að leigja svona fyrst í stað. Allavega á meðan ég veit ekki hversu lengi ég ætla að búa hér.
Þar sem lítið framboð er af leiguhúsnæði hér á besta stað í heimi þá gæti ég þurft að bíða í einhverja mánuði sem hentar nú ekki sérlega vel.
Æskuheimili föður míns sem búið er að gera svo fínt er laust til leigu í október. Það er ekki alveg að gera sig. En dagurinn í dag fer í að gera fyrstu könnun á ástandinu.

Allir eru glaðir og kátir, ég þó mest.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home