Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Bóka klukk

Fékk klukk frá Hildigunni, skemmtilegt bókaklukk.

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Hrikalega stór spurning en í hugann kemur upp Húsið með blindu glersvölunum eftir Herborgu Vassmo.
Svo verð ég að nefna Biblíuna og Karitas. Er bara komin á fyrstu blaðsíðurnar á Draumalandinu og því of snemmt að nefna hana.

2. Hvernig bækur lestu helst?

Skáldsögur verð ég að segja og bækur tengdar vinnuni.

3. Hvaða bók lastu síðast?

Er alltaf með 2-3 í takinu í einu og voru það Karitas, Orð dagsins og Uppkomin börn alkóhólista.

Og svo er að klukka.
Liggur beinast við að klukka bókmenntafræðinginn Guðrúnu Láru,
Gunnar Ben múltímúsíkant, Giovönnu galvösku og Dísku skvísu frænku mína sem er núna heima en býr að öllu jöfnu í USA.

1 Comments:

  • At 22/6/06 2:04 f.h., Blogger Herdís Anna said…

    Velkomin vestur. Ekki laust við að ég öfundi þig pínu :)
    Njóttu nú lífsins og blessuð, skelltu þér í einkatíma hjá dívunni!

     

Skrifa ummæli

<< Home