Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Skellti mér upp á hjólið núna í morgun til að skreppa út í búð.
Skreppið tók klukkutíma því ég hitti svo mörg gömul andlit sem öll buðu mig hjartanlega velkomna heim.
Allir stoppuðu til að spjalla og spurjast frétta; hvort ég væri búin að fá íbúð, snáðinn komin í leikskólann og hvað ég ætlaði að gera næsta vetur.
Það er svo góð tilfinning sem fylgir því að fá þessar hlýju móttökur.

Og bærinn minn gefur ekkert eftir á menningarsviðinu því í gærkveldi voru opnunartónleikar tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið. Peter Maté og Guðrún Birgisdóttir héldu þrusu tónleika í Hömrum og boðið var upp á rautt og hvítt í lokinn.
Ég get því sótt tónleika núna á hverjum degi ásamt masterklass. Ekki leiðinlegt.
Held ég skelli mér svo í einkatíma hjá Diddú, er það ekki bara?
Það er ekkert betra meðal til en söngur þegar lundin er í lægð.

4 Comments:

  • At 21/6/06 3:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Svakalega líst mér vel á það!

     
  • At 21/6/06 3:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    klukk

    við komum annars vestur, líklega 14. júlí. Aldrei að vita nema maður kíki á þig (eða kalli á ykkur í kaffi eða grill eða eitthvað).

     
  • At 21/6/06 9:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Við komum á föstudaginn.. hlakka til að hitta þig!

     
  • At 21/6/06 10:49 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hlakka til að heyra frá ykkur dömur mínar og Hildigunnur ég er alltaf til í kaffi eða grill.

     

Skrifa ummæli

<< Home