Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, júní 26, 2006

Hvar eru allir?

Eru allir farnir í sumarfrí??

Ég hallast helst að því.

Hér kvittar varla nokkur maður.

Hef aldrei verið fljótari með blogghringinn eins og undanfarna daga. Þeir sem eru á link listanum mínum eru nánart dauðir úr öllum æðum nema kannski tveir, í mesta lagi þrír.

Ansi dapurt eitthvað.

Maður verður eiginlega hálf einmanna, saknar kommenta frá fólki og finnst maður vera að skrifa eitthvað út í bláinn.

Furðuleg upplifun, eiginlega hálf kjánaleg en er þarna samt.

8 Comments:

  • At 26/6/06 8:43 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    ég er hér :-D

     
  • At 26/6/06 2:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ÉG ER HÉR EN Á LEIÐINNI VESTUR... KEM TIL ÍSÓ UM HELGINA OG VERÐ LENGI.. SJÁUMST

     
  • At 26/6/06 6:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Minn blogghringur er svipaður!
    Sjálf er ég að reyna að berja saman grein til að skila og ákvað að uppfæra síðuna mína ekki fyrr en það væri búið. En nú sér fyrir endann á greininni og þá mun allt fyllast af skemmtilegum Lundúnamyndum og sumarfrásögnum á síðunni minni!
    Annars kíki ég alltaf á þig á hverjum degi þó ég hafi verið óduglegri að kommenta en oft áður ... sama afsökun, fjárans greinin!!!

     
  • At 26/6/06 6:18 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Guði sé lof að einhver er þarna úti. Gott að heyra frá ykkur stelpur mínar.
    Ooog.... hlakka til að sjá þig Giovanna, þurfum nú að fá okkur eitt rautt saman eða svo.

     
  • At 27/6/06 9:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Ingibjörg mín, hugsa oft til þín og langar að hitta þig, hefði um margt að spjalla. Hringi í þig við tækifæri.
    Vona að þér líði sem best.
    Heyrumst,
    saknaðarkveðjur,
    Oddný

     
  • At 28/6/06 1:17 f.h., Blogger Anna Sigga said…

    Sæl elskuleg, ég er hérna líka.
    Ég hef það bara svo gott að ég gleymi öllu öðru en að halda áfram að hafa það gott!
    Mikið er spennandi að fá að fylgjast með nýja lífinu þínu á Ísafirði. Gangi þér alltaf allt í haginn! Hver veit hvar og hvenær við sjáumst næst!!!
    Þú ert ógeðslega dugleg!!!!!!!

     
  • At 29/6/06 10:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Datt inn á síðuna þína fyrir nokkrum vikum, sá linkinn hjá Gben og fannst svo forvitnilegt að vera Syngibjörg! Og þá var þetta þú, frábæri raddþjálfarinn okkar í Fílunni. Og af því við þekkjumst svo sem ekkert svakalega mikið þess utan þá hefur mér stundum liðið eins og boðflennu þegar ég kem í "heimsókn" - sem ég geri svo iðulega því mér finnst þú svo góður penni.
    Þannig að - ég er hér.
    Kv. og gangi þér vel
    Hulda

    P.S. og af því ég er leikhúsfrík þá bendi ég á að það er mjööööööög athyglisverð leiksýning á einleikjahátíðinni á Ísafirði í kvöld - vildi óska að ég hefði haft tök á að komast. En Toggi verður á svæðinu með gagggnrýnisgleraugun á sér ;)

     
  • At 29/6/06 10:19 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Vá, gaman þegar einhver nýr lætur sjá sig. Vertu ávallt velkomin Hulda og ég á eftir að sakna ykkar í Fílunni.

     

Skrifa ummæli

<< Home