Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, júlí 01, 2006

Lífið er saltfiskur

Og þau lögðu af stað fyrir 10 mínútum til höfuðborgarinnar.
Þar verða þau þangað til næstu helgi þegar við keyrum saman hingað vestur aftur.
Ponsí hafði það að orði að hún væri nú ekkert sérlega spennt að fara suður, mamma það er svo gott að vera hérna. Hjartað mitt tók aukaslag af gleði því það sannfærði mig enn og aftur að hér eigum við að vera.

Og í kvöld er fyrsta saltfiskkvöldið í Neðstakaupstað.
Sú hefð hefur skapast að fyrsta kvöldið er í umsjón Byggðasafsnins sem fær til sín nokkra kunna alþýðukokka til að útbúa hlaðborð með sólþurrkuðum fiski af reit safnsins.
Saltfiskssveit Villa Valla mun leika ljúfa djasstóna undir og söngkonan og bloggarinn Giovanna mun slást í hópinn ásamt Tómasi R. ofurbassaleikara.
Og ég er svo heppin að hafa fengið miða því það var kominn biðlisti um leið og þetta var auglýst því þetta er með því vinsælla sem boðið er upp á yfir sumarið.
Svo í kvöld er það sveifla og stuð í frábærum félagsskap, borðandi dásamlega rétti drekkandi gott rautt vín.

Já, lífið er ljúft.
Og til að hita mig upp og fá stemminguna þá hef ég aldeilis fínan disk í spilaranum
sem datt hér inn um lúguna.
Gjöf frá Landsbankanum.
Diskurinn heitir Tónar, og inniheldur lög eftir saxófónleikarann Eyjólf Þorleifsson
og sönkonan er hún Hildur sem er með mér í náminu frá Vocal Institude.
Skemmtilegt.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home