Skilgreiningafóbía
Þá er það klappað og klárt.
Búið að semja um útborgun, yfirtöku á lánum og afhending verður í október.
Er alveg að hrikalega ánægð.
Kem í höfuðborgina næsta föstudag til að velja innréttingar, tæ og gólfefni .
Hlakka mikið til.
Að búa til mitt eigið heimili.
Og svo fer ég líka í brúðkaup, sem heitir víst að staðfesta sambúð hjá samkynhneigðum.
Asnalegt að geta ekki kallað þetta giftingu, því vissulega giftast þær hvor annari.
Kirkjan hengir sig í gamlar skilgreiningar og segir að hjón séu maður og kona.
Nú má þá ekki bara setja kk- greini og kvk-greini við orðið hjón svo allir fái "réttu" skilgreininguna samkvæmt kirkjunni.
Að menn skuli hengja sig í smáatriðin sýnir fordómana í hnotskurn.
Ef við hugsum okkur þetta þá er ekki vitlaust að giftir karlar verði hjónar og giftar konur verði hjónur. Eða að þeir segi við erum karlkynshjón og þær segja við erum kvenkynshjón. En svo er annað mál hvort orðið hjón þarf endilega að nota. Það að vísu á sér fasta mynd í huga okkar og gefur okkur skýra stöðu einstaklingsins í þjóðfélaginu. Maður þarf oft á tíðum að skrifa hjúskaparstöðu sína. Skrifaði t.d. í fyrsta sinn í dag "fráskilin".
Finnst þetta vont orð.
Afhverju má ég ekki bara skrifa sjálfstæð, eða 40 ára kona.
Hvaða árátta er þetta að setja okkur alltaf í skilgreiningarbása. Jújú, kerfið þarf að vita hvernig ég sem einstaklingur funkera í því. Hvar á að staðsetja mig og hvernig. Er samt meinilla við orðin "einstæð" og "fráskilin" því þeim fylgja fordómar.
Og orðin öskra á mann að ég sér MISLUKKUÐ og hafi klúðrað lífi mínu.
Þegar elsti sonur minn ( 16 ára í dag) var 6 ára vorum við stödd í umferðinni og ég nýbúin að sækja hann í skólann. Hann er mikill spekingur og var oft að spyrja og velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Þetta var í desember og ég átti eftir rúmar 6 vikur af meðgöngunn með barn númer 2. Ég var þá eins og nú einstæð móðir. Hann er eitthvða að velta þessu fyrir sér og spyr;
mamma þarf maður ekki að vera giftur til að eignast börn?
Nei, svara ég, ég er ekki gift pabba barnsins í kúlunni.
Ó, segir hann eftir smá umhugsun, svo kom" hey mamma, bráðum átt þú tvö börn með tveimur mönnum og ef þú kynnist svo nýjum manni og eignast með honum barn, þá áttu 3 börn með 3ur mönnum. "
Og svo flissaði hann af þessari merku uppgötvun sinni.
Ég sat aftur á móti frosin í framan, gat engan veginn tekið þátt í þessari merku uppgötvun hans því ég vonaði að það yrðu nú ekki örlög mín að lífið yrði svo flókið.
Búið að semja um útborgun, yfirtöku á lánum og afhending verður í október.
Er alveg að hrikalega ánægð.
Kem í höfuðborgina næsta föstudag til að velja innréttingar, tæ og gólfefni .
Hlakka mikið til.
Að búa til mitt eigið heimili.
Og svo fer ég líka í brúðkaup, sem heitir víst að staðfesta sambúð hjá samkynhneigðum.
Asnalegt að geta ekki kallað þetta giftingu, því vissulega giftast þær hvor annari.
Kirkjan hengir sig í gamlar skilgreiningar og segir að hjón séu maður og kona.
Nú má þá ekki bara setja kk- greini og kvk-greini við orðið hjón svo allir fái "réttu" skilgreininguna samkvæmt kirkjunni.
Að menn skuli hengja sig í smáatriðin sýnir fordómana í hnotskurn.
Ef við hugsum okkur þetta þá er ekki vitlaust að giftir karlar verði hjónar og giftar konur verði hjónur. Eða að þeir segi við erum karlkynshjón og þær segja við erum kvenkynshjón. En svo er annað mál hvort orðið hjón þarf endilega að nota. Það að vísu á sér fasta mynd í huga okkar og gefur okkur skýra stöðu einstaklingsins í þjóðfélaginu. Maður þarf oft á tíðum að skrifa hjúskaparstöðu sína. Skrifaði t.d. í fyrsta sinn í dag "fráskilin".
Finnst þetta vont orð.
Afhverju má ég ekki bara skrifa sjálfstæð, eða 40 ára kona.
Hvaða árátta er þetta að setja okkur alltaf í skilgreiningarbása. Jújú, kerfið þarf að vita hvernig ég sem einstaklingur funkera í því. Hvar á að staðsetja mig og hvernig. Er samt meinilla við orðin "einstæð" og "fráskilin" því þeim fylgja fordómar.
Og orðin öskra á mann að ég sér MISLUKKUÐ og hafi klúðrað lífi mínu.
Þegar elsti sonur minn ( 16 ára í dag) var 6 ára vorum við stödd í umferðinni og ég nýbúin að sækja hann í skólann. Hann er mikill spekingur og var oft að spyrja og velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Þetta var í desember og ég átti eftir rúmar 6 vikur af meðgöngunn með barn númer 2. Ég var þá eins og nú einstæð móðir. Hann er eitthvða að velta þessu fyrir sér og spyr;
mamma þarf maður ekki að vera giftur til að eignast börn?
Nei, svara ég, ég er ekki gift pabba barnsins í kúlunni.
Ó, segir hann eftir smá umhugsun, svo kom" hey mamma, bráðum átt þú tvö börn með tveimur mönnum og ef þú kynnist svo nýjum manni og eignast með honum barn, þá áttu 3 börn með 3ur mönnum. "
Og svo flissaði hann af þessari merku uppgötvun sinni.
Ég sat aftur á móti frosin í framan, gat engan veginn tekið þátt í þessari merku uppgötvun hans því ég vonaði að það yrðu nú ekki örlög mín að lífið yrði svo flókið.
7 Comments:
At 30/6/06 11:07 e.h., Hildigunnur said…
ein bloggvinkonan segist alltaf vera einstök, ekki einstæð. Mér finnst það gott orð
At 1/7/06 12:30 e.h., Syngibjörg said…
Sammála, held ég taki hana til fyrirmyndar.
At 1/7/06 4:01 e.h., Blinda said…
Haha! Þessi blessuðu börn :-)
Annars reyni ég ávallt, ef ég man....að kalla mig einstaka.
Er það ekki svolítið betra en einstæð eða fráskilin?? ;)
At 1/7/06 9:11 e.h., Eyja said…
Já, ég hef aldrei skilið af hverju það þarf að taka fram "fráskilin". Í þeim tilfellum þar sem hjúskaparstaða skiptir máli á pappírum hafa jú fráskilin nákvæmlega sömu stöðu og hvert annað einhleypt fólk. Svo óska ég þér til hamingju með soninn í gær. Hvert ætlar hann í framhaldsskóla?
Sjálf á ég þrjú börn með tveimur mönnum. Held að það hafi ekkert veitt af tveimur feðrum fyrir liðið.
At 2/7/06 1:23 e.h., Syngibjörg said…
Stráksi ætlar í MH og búa hjá föður sínum. Hann langaði þangað og ég styð hann í því þó það kosti að mömmuhjartað sé dáldið lítið í sér, en fyrr en seinna vaxa þau úr grasi og fara að heiman. Það er nefnilega þannig með tímann, hann bara líður.
At 2/7/06 5:07 e.h., Nafnlaus said…
Sem betur fer er lögmálið ekki flókið=erfitt ... miklu frekar flókið=skemmtilegt!!!
At 4/7/06 12:14 f.h., Syngibjörg said…
Já Guðrún Lára, setjum smá pollýönnu í þetta og brosum.
En.... hvernig er þetta kona maður situr hér spenntur að lesa um allar breytingarnar og svo verður þú að setja inn mynd af húsinu.
Koma svo. Flýttu þér með helv...greinina. Hef grun um að þú vandir þig allt of mikið með hana :O)(bara smaaaaá grííín)
Skrifa ummæli
<< Home