Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Flashback

Mikið óskaplega var þetta nú skemmtilegt þarna í gærkveldi.
Dansaði af mér tærnar í suðrænni sveiflu frá Dívunni.
Satfiskurinn var guðdómlegur og rann ljúflega niður með líka þessu fína víni.
Gerðist svo bílstjóri þegar leið á kvöldið og áhrifa víns var hvergi sjáanlegt og keyrði 2ur dívum um Ísafjörð í leit að fjöri.
Fundum það á Langa Manga og héldum áfram að stíga dans.
Hitti þar gamlan skólafélaga og fór mörg ár aftur í huganum.
Hann leit ekki vel út ræfillinn þarna haugafullur.
Samt var hann sætasti strákurinn í skólanum og ALLAR stelpurnar voru skotnar í honum.
Hann hefur ekki farið vel með líf sitt.
Veit ekki hvort hann þekkti mig, en hann bauð mér upp í dans og þegar ég kvaddi var eins og hann áttaði sig og horfði fast í augun á mér og sagði: jaaaaaá.......þú.
Minnti mig á atriði út einhverri hallærislegri amerískri bíómynd.

2 Comments:

  • At 3/7/06 10:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Svei mér þá, eins og þú skrifar stundum um gamla fjörðinn þá langar mann hreinlega að flytja vestur (nema náttúrulega þetta um gamla fulla skólabræður - hef upplifað það líka) ! Geturðu ekki ráðið þig sem kynningarfulltrúa svæðisins :) Sérstaklega þetta með friðinn í fjöllunum, fór einmitt sérstaka ferð vestur þegar ég stóð frammi fyrir fyrsta (og vonandi síðasta) skilnaðinum mínum - þurfti ,,logn" í höfuðið til að hugsa málið :)
    Gaman að kíkja á bloggið þitt frænka, og enn meira gaman að sjá linka inn á lið sem maður þekkir allt annars staðar frá. Þetta er ansi lítill heimur, - halló Hildigunnur og halló Sverrir :)
    kveðja
    Sól - Veiga

     
  • At 3/7/06 11:30 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hæ frænka, já heldurðu að ég verði ekki flottur kynningarfulltri, nota bloggaið mitt og hef það að markmiði að bloggara og aðrir verði svo upprifnir að þeir flykkjast hingað í langa baner.

     

Skrifa ummæli

<< Home