Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, júlí 03, 2006

Peningaeyðsla dauðans

Horfði á einhverja þá hrútleiðinlegustu mynd sem ég hef lengi séð í gærkveldi.

Kiss,kiss, bang,bang.

Forðist hana.

Var búin að fara í æðislegan hjólatúr inn í skóg, labba upp með ánni í dásamlegu rigningarveðri þar sem ekkert rok feykti dropunum framan í andlitið á manni. Nei, það var blanka logn og droparnir eða réttara sagt úðinn datt beint niður . Jæja, þetta var nú smá útúrdúr, semsagt eftir þennan túr fór ég í búðina og svo í sjoppuna þar sem líka er hægt að leigja myndir.Fannst það vera góður endir á annars notalegum degi að horfa á eitthvað skemmtilegt. Valdi þessa þar sem söguþráðurinn var alls ekki svo galinn og leikararnir svona la la. Hún var auglýst sem gamanmynd. En Jesús minn, annan eins dauða hef ég sjaldan séð.
Varð líka svo ótrúlega fúl að hafa eytt peningunum mínum í leiðindi.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home