Skál!
Fór í Bónus og keypti á grillið.
Bjó til sallat og setti grænmeti í grill grindina.
Hitaði grillið og setti músík á.
Var í góðum gír og söng með.
Hummmm....hugaði ég, það er eitthvað sem vantar.
Ahh...rauðvín.
Opnaði stóra búrskápinn og þar var flaskan sem ég hafði keypt í fríhöfninni þegar ég kom heim frá London. Nú var tækifæri að fá sér smá lögg.
Þar sem ég stóð þarna með heila rauðvínsflösku í hendinni runnu á mig tvær grímur.
Ég drekk ekki heila flösku ein hugsaði ég.
Hafði ekki séð þetta fyrir.
Þarf greinilega að athuga hvort ríkið býður ekki upp á flöskur fyrir einstæðinga.
Bjó til sallat og setti grænmeti í grill grindina.
Hitaði grillið og setti músík á.
Var í góðum gír og söng með.
Hummmm....hugaði ég, það er eitthvað sem vantar.
Ahh...rauðvín.
Opnaði stóra búrskápinn og þar var flaskan sem ég hafði keypt í fríhöfninni þegar ég kom heim frá London. Nú var tækifæri að fá sér smá lögg.
Þar sem ég stóð þarna með heila rauðvínsflösku í hendinni runnu á mig tvær grímur.
Ég drekk ekki heila flösku ein hugsaði ég.
Hafði ekki séð þetta fyrir.
Þarf greinilega að athuga hvort ríkið býður ekki upp á flöskur fyrir einstæðinga.
5 Comments:
At 28/7/06 12:38 e.h., Eyja said…
Þú þarft að fá þér svona lofttæmingargræju. Þá skellir maður sérstökum gúmmítappa í flöskuna og sogar svo loftið út með þar til gerðu apparati. Vínið helst svo gott þó nokkuð lengi á eftir.
At 28/7/06 1:56 e.h., JB said…
Já, eitthvað svona.
At 28/7/06 2:00 e.h., Eyja said…
Já, einmitt svona. Svona tæki bjargaði mér alveg þegar eiginmaðurinn ferðaðist mikið og rauðvínsglas að kvöldi voru verðlaunin mín eftir að hafa komið brjáluðum börnum niður.
At 28/7/06 2:06 e.h., Hildigunnur said…
já, það er sniðugt því bæði er vínið oft minna spennandi í hálf- og litlu flöskunum og miklu minna úrval náttúrlega.
Eitt-tvö rauðvínsglös geta létt manni lífið umtalsvert, það er sko engin lygi :-D
At 28/7/06 5:53 e.h., Syngibjörg said…
luv jú gæs:O)
Panta þetta við fyrsta tækifæri.
Og hef einmitt heyrt að vínið á litlu flöskunum sé ekkert spennandi.
Bara brilljant.
Skrifa ummæli
<< Home