Á snöggu augabragði
Hlutirnir gerast fljótt hér í dag því klukkan fjögur fékk ég að vita að ég þyrfti að fara til Reykjavíkur í dag. Bílstjórinn sem ætlar að flytja búslóðina mína ætlar að keyra vestur á þriðjudaginn og það á eftir að pakka öllu heila draslinu niður og þrífa húsið.
Nú, ég hentist í að redda hinu og þessu þó aðallega gríslingunum.
Þau eru núna á leið inn í sumarbústað með gamla settinu.
Og eftir klukkutíma sest ég upp í bíl og held af stað.
Ég á eftir að pakka..........
Og ég þarf að gera svo margt í borginni þó aðallega hitta vini og síðast en ekki síst kaupa mér bíl.
Er búin að skoða á netinu, tala við bílasala og er niðurstaðan Toyota Yaris. Alveg svona passlegur fyrir litla konu eins og mig. Eyðir litlu bensíni og er góður í endursölu.
Sjáumst!!
Nú, ég hentist í að redda hinu og þessu þó aðallega gríslingunum.
Þau eru núna á leið inn í sumarbústað með gamla settinu.
Og eftir klukkutíma sest ég upp í bíl og held af stað.
Ég á eftir að pakka..........
Og ég þarf að gera svo margt í borginni þó aðallega hitta vini og síðast en ekki síst kaupa mér bíl.
Er búin að skoða á netinu, tala við bílasala og er niðurstaðan Toyota Yaris. Alveg svona passlegur fyrir litla konu eins og mig. Eyðir litlu bensíni og er góður í endursölu.
Sjáumst!!
6 Comments:
At 28/7/06 6:39 e.h., Hildigunnur said…
úff, þarna hræddirðu mig, ég hélt einhver hefði dáið :-O
Búin að syngja við fullmargar jarðarfarir, held ég!
At 28/7/06 10:32 e.h., Nafnlaus said…
hæ
það er aldeilis asi, þá þarf ég að laga til í bílskúrnum fyrir dótið þitt
kv Hrafnhildur
At 29/7/06 3:49 e.h., Blinda said…
Í guðanna bænum farðu samt varlega í öllum asanum. Gangi þér vel :-)
At 1/8/06 2:56 e.h., Barbie Clinton said…
Til hamingju með kaggann!
At 3/8/06 6:51 e.h., londonbaby said…
Sjáumst við á Skarðseyri um helgina frænka?
kv
Þórdís
At 4/8/06 1:23 e.h., Syngibjörg said…
Hæ frænka, já ég held svei mér þá að ég skelli mér í sveitina og lít þá við hjá ykkur á Skarðseyri.
Sjáumst:O)
Skrifa ummæli
<< Home