Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

þjónusta hvað?

Er ekki dús við Íslandspóst. Fór á netið þegar ég flutti hingað og bað um áframsendingu á póstinum mínum hingað á Engjaveginn þar sem ég fæ ekki íbúðina mína afhenta strax.
Fyllti samviskusamlega út í dálka og línur mínar persónulegu upplýsingar sem þeir þurfa að hafa. Endaði svo á að setja kretidkortanúmerið mitt í einn dálkinn svo hægt væri að borga þessa 1800 kr. sem þeir taka fyrir ómakið. Síðan hef ég fengið EITT bréf inn um lúguna hér á Engjaveginn.
Fór í dag og sagði farir mínar ekki sléttar og vonast til að þeir kippi þessu í lag annars heimta ég endurgreiðslu. Finnst alltaf jant fúlt þegar svona einfaldir hlutir eins og t.d. áframsending á pósti klikkar.

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home