Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Samtal í búðinni

Síðustu daga er eins og gardínan hafi verið dregin niður.

Afsaki hlé, stendur á skjánum.

Merkilegt hvað maður verður þreyttur á því að vera manneskja.

Svo fer maður í búðina og allir spyrja hvort ekki sé gott að vera komin "heim" aftur.
Jú, jú jánka ég það er ósköp gott.

en pabbinn?? býr hann í borginni??

ha, nei hann flutti hingað líka og keypti sér íbúð sem hann auðvita tók og gerði fokhelda.
Og hefur ekki getað búið í henni síðan hann keypti hana í júní.

Nei......ertu ekki að grínast????

ha, neinei.
Og hvar býr hann núna?

Nú, hann settist upp á bróður minn!
Nei, þú meinar þetta ekki?

Jú, það er nefnilegar það ótrúlega í þessu öllu saman.

Þetta er ekkert grín, þetta er líf mitt í dag.

5 Comments:

  • At 8/8/06 9:12 e.h., Blogger Blinda said…

    Hahahahaha!

    Lífið er bíó og sannleikurinn ávallt lygilegastur. :-)

     
  • At 8/8/06 10:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þið systkinin og mágkonan verðið bara að hittast á æskuheimilinu. Eða droppar hann kannski við þar líka?

     
  • At 8/8/06 10:53 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    ha?? Elti kallinn þig vestur??? Heerrreeee guuuud.

     
  • At 8/8/06 11:21 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Kíkti á prófílinn þinn og sá þar að ein af uppáhalds hjá þér er Sushi for Beginners, var einmitt að ljúka við hana.. samhryggist innilega með kallhlussuna :(

     
  • At 8/8/06 11:41 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Meðalmaður.... þú ert nú meiri manneskjan. Læðupokast þarna á netinu án þess að gera vart við þig flissaði hátt þegar ég las þig.

    Já barbie það er komin ærin ástæða fyrir hitting. Verð í sambandi.

    Halla mín, hér rekur hver inn nefið eins og honum sýnist, hann líka og hann heldur að það sé í lagi. Kaldhæðni örlaganna.

     

Skrifa ummæli

<< Home