Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Endurnýjun á BIG

Byrjaði daginn á því að vekja Snáðann því í dag fór hann í nýja leikskólann og átti að mæta þar í morgunmat. Hann var hinn hressasti en hafði einhverjar áhyggjuar af því að krakkarnir myndu gera grín af fötunum hans!.Veit ekki alveg hvaðan þessi hugmynd kemur en gruna eina eldri systur hér á bæ.Hann kvaddi mig sæll og glaður og þá byrjaði stússið hjá mér. Uppgötvaði mér til mikillar armæðu að ökuskírteinið mitt er horfið. Gruna að það sé læst inn í hanskahólfinu á bílnum sem X keypti af mér. Það er hinsvegar harðlæst því lykillinn brotnaði í skráargatinu og engin leið að pikka hólfið upp. Þannig að í gær fór ég til hennar Árnýjar í Myndás og hún tók nokkrar vel valdar myndir af mér sem ég fór með til að endurnýja ökuskírteinið og svo í bankann því mér finnst kominn tími til að setja nýja mynd í debetkortið mitt. Sótti einnig um mitt eigið krítarkort og er því ekki lengur eitthvað auka hjá X. Síðan lá leiðin inn á Skógarbraut þar sem ég þurfti að taka nokkur mál fyrir fataskápum. Keyri nefnilega suður á morgunn, já já mín bara alltaf á ferðinni, til að stússast í hinu og þessu og taka 3ja daga sessíon í Complete Vocal náminu. En það er næstsíðasta sinnið.
Svo er það sáli á fimmtudaginn.
Sit svo hér og hlusta á systkinin rífast út í eitt og verð nú bara að játa að ef ég er orðin þreytt á einhverju þá eru það þessi eilífu kítingar þeirra á milli.
X sagði að þau gætu verið hjá sér í nýju íbúðinni meðan ég færi í borgina. Fór í dag og líst nú ekkert á að þau sofi í rakanum frá nýsteyptu gólfinu. Ég meina, íbúðin er fokheld!
Einhvað er stuðullinn hjá okkur misjanf, honum finnst bara ekkert mál að sofa þarna.
OG hvað get ég sagt?

2 Comments:

  • At 10/8/06 8:46 e.h., Blogger Blinda said…

    Kannski hætta þau að kíta ef þú segir við þau að ef þau halda þessu áfram þurfi þau að búa áfram í fokheldu íbúðinni - lol

     
  • At 10/8/06 10:10 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já það væri reynandi, blinda.
    Snáðinn reyndar að byrja á fullu í leikskólanum og þá fækka samverustunum þeirra systkinanna.

     

Skrifa ummæli

<< Home