Pride
Sit hér með útsýni yfir Klambratún.
Fór í morgunkaffi til Hrundar minnar og keyrði hana svo í vinnuna á Jómfrúnna.
Sá þá að búið er að loka Lækjargötu og setja upp palla og þessháttar vegna dagsins í dag.
Hef reyndar aldrei farið í gönguna né borið alla dýrðina augum sem boðið er upp á þennan dag.
Ætla ekki að fara að breyta því og held mig sem fjærst miðbænum.
Ekki það að ég hafi neitt á móti málstaðnum, fjarri því, mér bara leiðast svo óskaplega svona hátíðahöld. Eins og 17. júní t.d. hann er orðinn að einhverju söludegi þar sem peningar fyrir sleikjósnuddum og örðum sykurviðbjóði streyma upp úr buddum foreldranna. Og svo standa þessi grey í biðröð til að fá að hoppa. Enginn mætir í þjóðbúningi og sumum finnst það meira að segja hálf hallærislegt. Þjóðarsálin komin til andsk....
Já já mín bara í góðu skapi í dag, ha.......
Nei, fer bara alltaf hjá mér þegar ég hugsa um þetta og held mig því eins langt í burtu frá þessu og ég mögulega get.
Fór í morgunkaffi til Hrundar minnar og keyrði hana svo í vinnuna á Jómfrúnna.
Sá þá að búið er að loka Lækjargötu og setja upp palla og þessháttar vegna dagsins í dag.
Hef reyndar aldrei farið í gönguna né borið alla dýrðina augum sem boðið er upp á þennan dag.
Ætla ekki að fara að breyta því og held mig sem fjærst miðbænum.
Ekki það að ég hafi neitt á móti málstaðnum, fjarri því, mér bara leiðast svo óskaplega svona hátíðahöld. Eins og 17. júní t.d. hann er orðinn að einhverju söludegi þar sem peningar fyrir sleikjósnuddum og örðum sykurviðbjóði streyma upp úr buddum foreldranna. Og svo standa þessi grey í biðröð til að fá að hoppa. Enginn mætir í þjóðbúningi og sumum finnst það meira að segja hálf hallærislegt. Þjóðarsálin komin til andsk....
Já já mín bara í góðu skapi í dag, ha.......
Nei, fer bara alltaf hjá mér þegar ég hugsa um þetta og held mig því eins langt í burtu frá þessu og ég mögulega get.
7 Comments:
At 12/8/06 2:53 e.h., Barbie Clinton said…
Sammála. Dænaði nú með yfirhommum Íslands í gær og sem betur fer var allt gengið sammála mér um hallæri göngunnar. Menn með beran bossan á pallbílum alveg ekki að gera sig. En styð málstaðinn heilshugar. Það er bar annað mál...
At 12/8/06 3:41 e.h., Meðalmaðurinn said…
Innilega þokkalega sammála, forðast svonalagað eins og heitan eldinn!! Endilega láttu sjá þig, veist hvar ég bý :)
At 13/8/06 12:25 f.h., Blinda said…
Forðast hvað þá.....samkynhneigða eða skrúðgöngur - er ekki að fatta??
At 13/8/06 2:14 f.h., Hildigunnur said…
hmmm. Svaka stemning, varð ekki vör við alla sölumennskuna. (Skaust aðeins niður á Laugaveg, reyndar ekki alla leið niður í bæ) Ekki hægt að bera saman við 17. júní. Tóm gleði, bara.
Þurfa samt ekki allir á þessu að halda, stelpurnar, sambýlingarnir í næsta húsi, ákváðu að nota bara góða veðrið til að vinna í garðinum. Hæstánægðar með ástandið eins og það er. Sem betur fer.
At 13/8/06 3:37 f.h., Syngibjörg said…
Var að reyna að segja að mér finnast hátíðhöld leiðinleg, ekki samkynhneigðir. Og ætlunin var ekki að bera saman gay pride og 17. júní bara nefna að mér leiðast hátíðahöld af þessari stærðargráðu,
en sumum finnst þetta gaman og það er jú bara ok en þetta er ekki my cup of tee.
At 13/8/06 6:32 e.h., Nafnlaus said…
Helst aldrei að missa af gay pride göngu. Það er svo gaman að samgleðjast vinum sínum.
At 13/8/06 9:13 e.h., Blinda said…
Vinir mínir og fjölskylda hafa alltaf getað reitt sig á mig á þessum degi. Þar sem ég er slösuð varð ég að sitja heima, en veifaði fánanum fyrir þeirra hönd. Einu sinni voru bara nokkrar hræður sem skröltu niður Laugaveginn - í dag eru þetta hátíðarhöld. Mér finnst það yndislegt.
Skrifa ummæli
<< Home