Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Birtuskilyrði

Merkilegt hvað maður verður þreyttur á að nota á sér hausinn.
En hann var í óvenju mikilli notkun í dag.
Er held ég komin úr þjálfun því það er eins og sellurnar hafi bara verið í sumarfríii rétt eins og ég. Ótrúleg ósvífni bara.
Svaf yfir mig og mætti á síðustu stundu og fékk "nei en gaman að sjá þig varstu að vakna" frasann. Frekar óheppilegt.
Og ástæðan, jú einhverra hluta vegna er birtan hér öðruvísi en á fjörðunum fyrir vestan. Hún vekur mig kl. fimm á morgnana og finnst að þá eigi ég bara að vera úthvíld og til í slaginn. Einhver smá misskilningur hér á ferð þó ég taki viljann fyrir verkið.
Er búin að fara í samningaviðræður og vonast eftir skilningi því ég vil vera í formi á morgun.
Formi til að syngja sem aldrei fyrr.
Og svo þarf ég líka að sjarmera.

8 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home