Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Í dag......

..........fór Ponsí í skólann og hitti kennarann sinn.
Hún fékk frábærar mótttökur og var leidd um alla króka og kima.
Móðirin var hinsvegar í nettu nostalgíukasti.
Ranglaði um gangana og brosti í kampinn.
Heimsótti gömlu stofuna mína og fann ennþá sömu lyktina.
Sá fyrir mér Skúla gamla hrjótandi í íslenskutíma og strákana pískra um hrekk.
Fann lyktina af nýbökuðum snúðum sem komu úr Gamla bakaríinu og voru seldir í 9. bekkjar sjoppunni.
Upp á vegg rak ég augun í 9. bekkjar myndina af mínum árgangi en í þá daga var ekki til 10. bekkur því 6 ára bekkurinn hét þá enn forskóli.
Og það er enn verið að kenna handavinnu í sömu stofu 16 árum síðar.
Sumt breytist ekkert.
En þar sem ég stóð í tengibyggingunni á móts við skrifstofu aðstoðarskólastjórans vissi ég ekki fyrr en ég var komin í atvinnuviðtal hjá henni.
Þau eiga sér draum um að vera með öflugt kórastarf og hafa alla í 5. bekk í kórtíma sem er fastur í stundatöflu og er einu sinni í viku. Alger draumastaða og jákvæðnin alveg í toppi.
Ég sagðist vera til ef ég fengi sömu laun og ég fæ við að kenna í tónlistarskólanum en það er nefnilega svo skrítið að fari ég yfir götuna og kenni í grunnskólanum þá lækka ég í launum.
Einnig veitir kennaraprófið mitt, kórstjórnarprófið og framhaldsnámið ásamt 15 ára reynslu við kennslu mér ekki réttindi til að kenna í grunnskóla.
Svo einkennilegt sem það nú hljómar.

4 Comments:

  • At 25/8/06 11:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    kennsla er undarlega vanmetið starf...

     
  • At 26/8/06 2:30 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ég kannast við það sem þú skrifar og á alltaf erfitt með að skilja þetta..sama hvað hver kjarasamningur segir eða ekki.

     
  • At 26/8/06 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ógeðslega asnalegt! Það er ekki eins og það sé allt morandi í klárum tónmenntakennurum um allt!

     
  • At 26/8/06 2:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    5.bekkur er skemmtilegur bekkur... Má ekki díla um tíma?

     

Skrifa ummæli

<< Home