Í dag talaði ég við verktakann.
Hann var brattur á því, því píparinn var kominn aftur.
Það þýðir að þeir geta haldið áfram í íbúðinni.
Og ég stóð hinumegin á línunni og brosti.
"Og hvenær áttu von á að ég geti flutt inn?"
"Ja, eigum við ekki að reikna með svona í lok september"
Inn í mér sprakk ég úr gleði en þar sem ég er vel upp alin kjéddling þá hélt ég ró minni og tautaði eitthvað um hvað það væri frábært.
"Býrðu hjá mömmu?" spur´ðann.
"Aham" svaraði ég.
"Ókei, við reynum að flýta þessu eins og hægt er".
"Þetta er allt í lagi ennþá" sagði ég, enn að sjá fyrir mér mig í mínu eigin húsnæði því í dag er ég
39 ára kona, á 4 börn, bý hjá mömmu og pabba( sem eru by the way, yndislegasta fólk sem ég þekki.)
en í lok september verð ég
40 ára kjéddling enn með 4 börn, en....... í eigin húsnæði.
Sjálfstæð.
Hann var brattur á því, því píparinn var kominn aftur.
Það þýðir að þeir geta haldið áfram í íbúðinni.
Og ég stóð hinumegin á línunni og brosti.
"Og hvenær áttu von á að ég geti flutt inn?"
"Ja, eigum við ekki að reikna með svona í lok september"
Inn í mér sprakk ég úr gleði en þar sem ég er vel upp alin kjéddling þá hélt ég ró minni og tautaði eitthvað um hvað það væri frábært.
"Býrðu hjá mömmu?" spur´ðann.
"Aham" svaraði ég.
"Ókei, við reynum að flýta þessu eins og hægt er".
"Þetta er allt í lagi ennþá" sagði ég, enn að sjá fyrir mér mig í mínu eigin húsnæði því í dag er ég
39 ára kona, á 4 börn, bý hjá mömmu og pabba( sem eru by the way, yndislegasta fólk sem ég þekki.)
en í lok september verð ég
40 ára kjéddling enn með 4 börn, en....... í eigin húsnæði.
Sjálfstæð.
7 Comments:
At 25/8/06 5:48 f.h., Ameríkufari segir fréttir said…
Til hamingju með þessar fréttir. Eitthvað fór athugasemdin sem ég skrifaði við síðustu færslu eitthvað til hliðar..hún allavega kom ekki inn. Sjáum til með þessa...
At 25/8/06 5:49 f.h., Ameríkufari segir fréttir said…
...veii-það tókst!
At 25/8/06 7:44 f.h., Hildigunnur said…
Nú er bara að treysta á að þetta standist. Krossum alla putta.
At 25/8/06 8:22 f.h., Nafnlaus said…
vá, 4 börn, dugnaðarforkur ertu:)
vona að allt gangi að óskum, verður frábært fyrir ykkur að komast í eigin hreiður:)
At 25/8/06 10:16 f.h., Nafnlaus said…
haha mér finnst: "býrðu hjá mömmu? nú við reynum þá að flýta þessu eins og hægt er." óborganlega fyndið :D
At 25/8/06 3:40 e.h., Nafnlaus said…
Komdu sæl! Ég kíki alltaf af og til á síðuna þína en hef e-n veginn ekki drattast til að kvitta fyrir komu minni fyrr en nú - en hér með verður gerð bót á því. Til hamingju með nýju íbúðina og nýja lífið! Þú ert rosalega dugleg og svo sannarlega laaaangt frá því að vera ,,kjeddling" ;o) Bara áfram Syngibjörg!
Bestu kveðjur,
Hrefna kórstelpa.
P.S.
Ef þig langar að kíkja á síðuna hjá litlu dúllunni minni þá er slóðin http://barnanet.is/aslauglilja. Getur sent mér póst á hrefnan@gmail.com til að fá leyniorðið (er ekki með e-mailið þitt). Bið annars bara kærlega að heilsa vestur!
At 26/8/06 5:35 e.h., Syngibjörg said…
Hæ Hrefna kórstelpa og til hamingju með litlu dúlluna þína:O)
gaman að þú skildir gera vart við þig hér, vertu ávallt velkomin og svo kíki ég á síðuna hennar Áslaugar.
Skrifa ummæli
<< Home