Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Kaupa, keypti, spanderaði

Upp úr veski mínu í dag hoppuðu 4 fimm þúsundkallar.
Rokkarinn er að byrja að MH og á skiptibókamarkaðinum varð ég þessum 4um fimmþúsundköllum fátækari.

Og samt fengum við ekki allar bækurnar.

Í angist minni yfir þessu hélt ég bara áfram að spreða, en í sjálfa mig.

Sit hér í dýrustu peysu sem ég hef á ævi minn keypt.

Er ótrúlega ánægð með það.

Finnst ég fín og sæt og lekker.

Ætla að setja á mig gloss og fara í henni í bíó ásamt buxunum, naríunum og bolnum sem ég
spanderaði á mig.

En.... ég er hrikalega sæl.

9 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home