Kaupa, keypti, spanderaði
Upp úr veski mínu í dag hoppuðu 4 fimm þúsundkallar.
Rokkarinn er að byrja að MH og á skiptibókamarkaðinum varð ég þessum 4um fimmþúsundköllum fátækari.
Og samt fengum við ekki allar bækurnar.
Í angist minni yfir þessu hélt ég bara áfram að spreða, en í sjálfa mig.
Sit hér í dýrustu peysu sem ég hef á ævi minn keypt.
Er ótrúlega ánægð með það.
Finnst ég fín og sæt og lekker.
Ætla að setja á mig gloss og fara í henni í bíó ásamt buxunum, naríunum og bolnum sem ég
spanderaði á mig.
En.... ég er hrikalega sæl.
Rokkarinn er að byrja að MH og á skiptibókamarkaðinum varð ég þessum 4um fimmþúsundköllum fátækari.
Og samt fengum við ekki allar bækurnar.
Í angist minni yfir þessu hélt ég bara áfram að spreða, en í sjálfa mig.
Sit hér í dýrustu peysu sem ég hef á ævi minn keypt.
Er ótrúlega ánægð með það.
Finnst ég fín og sæt og lekker.
Ætla að setja á mig gloss og fara í henni í bíó ásamt buxunum, naríunum og bolnum sem ég
spanderaði á mig.
En.... ég er hrikalega sæl.
9 Comments:
At 18/8/06 10:40 e.h., Nafnlaus said…
Dásamlegt, njóttu vel :-)
Kv.Bryndís B.
Ps.saknaði þín í Skálholti
At 18/8/06 11:43 e.h., Hildigunnur said…
gúdd for jú :-)
At 19/8/06 10:32 f.h., Nafnlaus said…
go girl!
At 19/8/06 11:07 f.h., Barbie Clinton said…
Vííí. Svo gott að vera sætur:)
At 19/8/06 12:36 e.h., Blinda said…
Ánægð með þig - ég sendi hins vegar pabbann á skiptibókamarkaðinn, sagði honum að þar sem að hann er með millu á mánuði en ég aðeins 1:10 af því sama væri bara eðlilegt að hann sæi um bækurnar fyrir barnið.
Hefði átt að biðja hann um að splæsa á mig nærum í leiðinni, en var eitthvað nojuð með það ;)
At 19/8/06 6:19 e.h., Nafnlaus said…
Keep up the good work!!
At 19/8/06 11:16 e.h., Ameríkufari segir fréttir said…
Gott hjá þér fröken Syngibjörg...ég ætla líka á bíó í kvöld en því miður þarf ég bara að fara í gömlum lörfum:(
At 20/8/06 10:40 f.h., Syngibjörg said…
Takk allir, en mér er nú frekar illa við að fá hvatningu frá nafnlausu fólki, anonymous:O)
At 20/8/06 11:02 f.h., Nafnlaus said…
Sorry...gleymdi að kvitta...þetta var ég, Jóna :-)
Skrifa ummæli
<< Home