Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Það gefur á bátinn...

Er á leið yfir firði og fjöll, með bíl og bát.

Það er hrikalega kalt og ég hef eytt miklum tíma í að finna VETRARFÖT!!!
Já, nú dugar ekkert nema föðurland, flís, húfa og vettlingar.
Gúmmarar og ugglasokkar.

Nesti og tannbursti á sínum stað og.........

ég mundi eftir myndavélinni. Snillingur.


Bið bara um að það verði lítinn veltingur.


Hífopp sagði kallinn

og ég kveð að sinni.

3 Comments:

  • At 29/8/06 11:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já, haustið kom í dag. alltof snemma.

    gangi þér allt í haginn Syngibjörg, í veltingi sem óveltingi:)

     
  • At 29/8/06 10:37 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Ji hvað mér fannst þú vera Karítas! Æli við það eitt að fara niður í fjöru og vil aldrei fara á bát. En góða ferð.

     
  • At 30/8/06 3:15 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Velt og vagg, shipp og hoj en maginn stóð sig í þetta sinn.

     

Skrifa ummæli

<< Home