Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, ágúst 26, 2006


......útsýni hafði ég í dag þar sem ég sat inn í Engidal á berjaþúfu, týndi feit og bústin aðalbláber og bláber.
Það er ekki logið upp á mann dugnaðurinn.
Ísafjörður skartaði sínu fegursta
eins og sjá má ef myndin fer skírt frá mér og veðrið lék við okkur dugnaðarforkana.
Mikið déskoti er gott að sitja svona á þúfu og gleyma sér.





Var alveg búin að gleyma þessari tilfinningu.

Fann hana í dag og kom endurnærð heim.


Íslensk náttúra er besta sálfræðiþerapía sem hægt er að næla sér í.


Og ókeypis í þokkabót.

6 Comments:

  • At 26/8/06 6:01 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Það kom ekki það sem ég skrifaði efst en þetta átti að byrja svona:

    Þetta fallega.......

     
  • At 26/8/06 9:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    yndislegt, mikið vildi ég að ég kæmist í aðalbláber, en þau eru fá hér f. sunnan

    tíndi reyndar rifsber og sólber í dag:)

     
  • At 26/8/06 11:16 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Þetta er fallegt útsýni og svona útsýnis sakna ég alveg gífurlega.

     
  • At 27/8/06 12:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært! langar svo til þess að fara í berjamó og ná mér í bláber.
    Hef reyndar ekki athugað með uppskeruna hérna en á allavega rifsber.
    Hvað ég hlakka til að koma aðra helgi. Er ekki öruggt að veðrið verður svona? Gangi þér vel með undirbúninginn!
    Kv.OÞ

     
  • At 27/8/06 12:25 e.h., Blogger Gróa said…

    Þetta er náttúrlega mannbætandi að hafa svona fyrir augunum. Ég veit að þér á eftir að líða vel elsku stelpan mín. Reyndu að varðveita allar svona góðar stundir í hjarta þínu - þá verða hinar leiðinlegri auðveldari viðfangs. Eða kannski verður bara ekkert pláss fyrir þær.
    LUV,
    Gróa.

     
  • At 27/8/06 12:37 e.h., Blogger Blinda said…

    Það er alveg satt. Fór og rölti upp við Hvaleyrarvatn, þefaði af mold, grasi og trjám, hlustaði á þögnina og lognið.

    Kostaði ekki 7000 kall og ég fékk miklu meira út úr því OG þurfti ekkert tissjú. :)

     

Skrifa ummæli

<< Home